is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38036

Titill: 
  • Að lifa með afbrotastimpil: Upplifun átta karlmanna sem lifa með afbrotastimpil
  • Titill er á ensku Living as a labeled criminal: Experience of eight individuals living as labeled criminals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Stimplunarkenningin hefur notið vaxandi vinsælda innan félags- og afbrotafræðinnar síðustu áratugi. Rannsóknir benda til þess að þeir sem teljist vera frávik fái á sig stimpil sem gerir það að verkum að þeir fái ekki sömu tækifæri og aðrir í lífinu. Í þessari rannsókn verður farið í að lýsa reynslu einstaklinga sem hafa á sér fráviks- og afbrota brennimerki. Þetta er eigindleg rannsókn sem framkvæmd var á Íslandi á vorönn 2021. Tekin voru viðtöl við átta karlmenn sem hafa gerst brotlegir við hegningarlög og eru þar af leiðandi á sakaskrá. Niðurstöðurnar bentu sterklega til þess að stimplun og fordómar séu í íslensku samfélagi. Þessir einstaklingar hafa fengið á sig brennimerki og lýsa reynslu sinni af því hversu erfitt getur reynst að losna við það. Þeir ræða meðal annars um fordóma og neikvæðar staðalímyndir, afskipti lögreglu og hversu slæmt það er að lenda í neikvæðri blaðaumfjöllun. Í greininni verður farið ítarlega í stimplunarkenninguna og þeim áhrifum sem brennimerkið hafði í för með sér. Nokkur hugtök verða tekin fyrir til þess að lesendur fái betri skilning á efninu. Niðurstöður bentu sterklega til þess að fordómar eru í samfélaginu. Það kom líka fram að það að fá á sig stimpil hefur áhrif á sjálfsímynd og getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Óformleg stimplun vó þyngra en formleg stimplun meðal viðmælenda. Þó þeir hafi fundið fyrir fordómum frá yfirvöldum, þá var það samfélagið sem hafði meiri áhrif á hegðun þeirra og sjálfsmat.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad_lifa_med_afbrotastimpil_.pdf423,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpeg145 kBLokaðurYfirlýsingJPG