is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38043

Titill: 
  • Íþróttir fyrir öll?: Aðgengi barna með annað móðurmál en íslensku að íþróttum og tómstundum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt tölum er þátttökuhlutfall barna með annað móðurmál en íslensku í íþróttum töluvert lægra miðað við börn með íslensku að móðurmáli. Í þessari ritgerð verður fjallað um aðgengi barna með annað móðurmál en íslensku og fjölskyldna þeirra, að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík. Efnið verður sett í samhengi við fræðilega umfjöllun erlendra rannsókna þar sem velt er upp áhrifum íþrótta í aðlögun hópa í gegnum hugmyndir um inngildingu, gagnkvæma aðlögun og félagsauð. Stefnur innan borgarinnar leggja áherslu á jöfn tækifæri til íþrótta- og tómstundastarfs en þátttaka í slíku starfi er stór hluti af menningu og lífi barna á Íslandi. Skoðaðar verða leiðir sem hafa verið farnar til að auka þátttökuhlutfall þessara barna og hvaða áskoranir það eru sem fjölskyldur þeirra og íþrótta- og tómstundafélög mæta. Sjónum verður síðan beint að hverfum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í samstarfi við Þjónustumiðstöð hverfanna þar sem greint verður frá núverandi verklagi við að tengja þessar fjölskyldur við íþrótta- og tómstundastarf og tillögur að þróun þess út frá efnistökum ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir Skemmuna Jóna.pdf131,1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Íþróttir fyrir öll_Jóna Ástudóttir.pdf2,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna