Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38046
Knattspyrna er ein allra vinsælasta íþróttagrein jarðarbúa og hefur verið það í áratugi en milljónir einstaklinga fylgjast með henni og/eða iðka hana sjálfir á hverjum degi. Í ljósi umfangs og vinsælda íþróttarinnar skýtur skökku við að samkynhneigðir karlmenn eru nánast ósýnilegir innan knattspyrnuheimsins. Færi ég rök fyrir því að ákveðin menningaröfl valdi því að samkynhneigðir karlmenn upplifa sig ekki velkomna á fótboltavöllinn. Skiptir hér miklu máli að ráðandi karlmennska einkennir enn að miklu leyti heim knattspyrnunnar og ímynd knattspyrnumanna. Er það jafnframt sú gerð karlmennsku sem trónir á toppi kynjastigveldisins og jaðarsetur bæði kvenfólk og samkynhneigða karlmenn. Stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar, fjölmiðlar og knattspyrnuyfirvöld taka þátt í að skapa og viðhalda orðræðu innan knattspyrnuheimsins sem einkennist að miklu leyti af gagnkynhneigðu forræði og hómófóbíu. Hafa því samkynhneigðir menn lengi fundið sig knúna til að halda sig frá íþróttinni eða fela kynhneigð sína þrátt fyrir að staða samkynhneigðra annars staðar í samfélaginu sé sífellt að verða betri. Í dag hafa einungis örfáir atvinnuknattspyrnumenn greint frá samkynhneigð sinni opinberlega en þetta málefni fær takmarkaða áheyrn meðal knattspyrnuyfirvalda. Samkynhneigðir karlmenn í fótbolta halda því áfram að vera tabú málefni og mun það ekki breytast fyrr en róttækar breytingar munu eiga sér stað í knattspyrnumenningunni.
Football is one of the world‘s most popular sports and has been for decades but millions of people watch it and/or participate in it every day. Given the scale and popularity of the sport, it comes as a surprise that gay men are virtually invisible in the world of football. I argue that cultural forces create a hostile environment for homosexual men so they do not feel welcome in this sport. What matters here is that hegemonic masculinity still dominates the field of football and the image of football players. It is also the type of masculinity that sits at the top of the gender hierarchy and marginalizes both women and gay men. Supporters, players, coaches, the media, and football authorities are involved in creating and maintaining a discourse within the football world that is largely characterized by heterosexual domination and homophobia. Therefore, homosexuals have long felt compelled to abstain from the sport or to hide their sexuality, despite the fact that the position of homosexuals elsewhere in society is constantly improving. Today, only a handful of professional footballers have publicly reported being gay, but this issue receives limited attention among football authorities. Homosexual men in football, therefore, continue to be a taboo subject and will be until drastic changes take place in the football culture.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Holmfridur_Lokaskil.pdf | 536,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LOKAVERKEFNI.pdf | 336,32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |