Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38047
Orðið kulnun (e. burnout) og ástandið sem orðið lýsir hefur nokkuð mikið verið í umræðu í samfélaginu að undanförnu en er orð og ástand sem alls ekki allir hafa fullan skilning á. Í þessari lokaritgerð til BA prófs í félagsfræði verður fjallað um kulnun, orsakir hennar, áhrif og hvernig megi aðstoða þá sem fyrir henni verða með það að markmiði að draga megi úr kulnun og áhrifum hennar á íslenskt samfélag. Farið er yfir kenningar sem settar hafa verið fram um kulnun ásamt því að skoða rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sem gerðar hafa verið á kulnun. Farið er yfir þau greiningartæki sem til eru til að greina kulnun og alvarleikastig hennar og hvernig hægt sé að nýta sér þessi tæki til að koma í veg fyrir kulnun og draga úr alvarleika hennar. Þessi greiningartæki eru JD módelið (e. Job Demands-Resources model), MBI stuðullinn (e. Maslach Burnout Inventory) og Streitustiginn. Þau úrræði sem til eru hér á landi fyrir einstaklinga sem eru farnir að þjást eða eru þjáðir af þessu ástandi verða tekin fyrir. Þá ætti það sem hér verið farið yfir að auka möguleika á því að hægt sé að koma auga á þá sem útsettir eru fyrir kulnun og t.d. stjórnendur fyrirtækja, sem og aðrir, geti gert sitt til þess að draga úr líkum á að kulnun.
Niðurstöður umfjöllunarinnar benda til þess að auka þurfi umræðu um starfstengda streitu og kulnun ásamt því að fræða almenning um hvaða þættir það eru sem helst orsaka kulnun. Streita þarf þó ekki alltaf að vera slæm en stundum er talað um að ákveðin pressa sé góð upp að vissu marki. Það er ekki nægilegt að til séu aðferðir til þess að draga úr kulnun, fólk þarf að hafa vitneskju um hvaða úrræði eru í boði. Það þarf líka að hafa það hugfast að fólk þarf sjálft að axla ábyrgð á eigin lífi það en ekki einungis skella skuldinni á umhverfið sitt, heima fyrir og í vinnu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kulnun-og-hvað-svo-RitgerðHermannDanMasson.pdf | 735.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
img20210505_14575357.pdf | 288.83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |