is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38048

Titill: 
  • Hver er ég?: Áhrif samfélagsmiðla á þróun sjálfsmynd einstaklings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd einstaklinga. Notast verður við Félagslegu sjálfsmyndar kenninguna (e. Social identity theory) og kenninguna um sameiginlega sjálfsmynd (e. Collective identity theory) til að skoða möguleg áhrif samfélagsmiðla á mótun sjálfsmynd einstaklings. Einnig verður gert grein fyrir því hvað það þýðir að vera trúr sjálfum sér og sérstaklega á stafrænum miðlum og í stafrænum samfélögum. Leitast verður eftir því að fá innsýn í þau áhrif sem stafræn samfélög sem við erum hluti af hafa á sjálfið. Til þess að skoða þessi áhrif út frá einlægu sjónarhorni er notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru djúpviðtöl við fjóra viðmælendur þar sem leitast var eftir að fá persónulega upplifun þeirra, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, og hvort að sú upplifun hafi áhrif á mótun þeirra eigin sjálfsmyndar. Viðmælendur þurftu að uppfylla þrjú megin skilyrði; að vera milli 20 og 35 ára í aldri, hafa verið virkur notandi á samfélagsmiðlum seinustu 5 árin og að vera búsettur á Íslandi. Í niðurstöðum kom í ljós að viðmælendur upplifðu að því eldri sem þau verða því minni áhrif höfðu samfélagsmiðlar á sjálfsmynd þeirra og endurspegla þessar niðurstöður samtíma rannsóknir á svipuðu efni. Höfðu allir viðmælendur upplifað á einhverjum tímapunkti þegar þau voru yngri mikinn þrýsting til þess að uppfylla ákveðin félagslega mótuð skilyrði um útlit sitt og hegðun og ýttu áhrifavaldar á samfélagsmiðlum undir þær hugmyndir. Niðurstöður gáfu einnig til kynna hversu mikilvæg stafræn markaðssetning er þegar kemur að áhrifavöldum og hefur það ekki einungis áhrif á neytendur heldur kom einnig í ljós hversu óraunhæfar kröfur og viðmið mótast við notkun hennar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Lára BA-ritgerð 5. mai.pdf438,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing kvitt.pdf210,39 kBLokaðurYfirlýsingPDF