Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38049
Í ritgerðinni er fjallað um Reykjavíkurhöfn og hafnarverkamenn sem þar störfuðu á fjórða áratug tuttugustu aldar. Höfnin var á þeim tíma stærsti vinnustaður Reykjavíkur ef ekki landsins alls. Á hverjum degi komu þar saman mörg hundruð manns annað hvort til starfa eða í von um að fá vinnu. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru aðstæður hafnarverkamanna og hvað einkenndi þá, ekki síst pólitíska afstöðu þeirra, þá er skoðað hvernig höfnin var pólitískt rými á þeim róstusama tíma frá 1930–1939. Eins eru þessar spurningar og saga reykvískra hafnarverkamanna sett í samhengi við sögu hafnarverkamanna í nágrannalöndunum, auk þess er fjallað um ýmis þverþjóðleg mál sem höfðu áhrif á hafnverkamennina og stjórnmálin við höfnina. Ýmislegt sameinaði reykvíska hafnarverkamenn og vakti stéttavitund meðal þeirra, sjálfsmyndin, klæðnaður og búseta svo eitthvað sé nefnt. Hafnarverkamenn voru samt sem áður fjölbreyttur hópur og ýmislegt greindi þá að. Sumir voru fastráðnir og á meðan aðrir voru lausráðnir auk þess höfðu hafnarverkamenn mismunandi stjórnmálaskoðanir. Ákveðinn og áberandi hluti stéttarinnar var róttækari og vígreifari en almennt gekk og gerðist meðal verkamanna. Notfærðu þeir sér stöðu sína við höfnina til að koma á framfæri skoðunum sínum. Það er ljóst að á þessum tíma var Reykjavíkurhöfn mikilvægt pólitískt rými. Þar var stunduð virk verkalýðsbarátta en einnig almenn barátta stjórnmálafla millistríðsáranna. Kemur þar margt til svo sem hafnarsvæðið sjálft þar sem margir verkamenn með sameiginlega hagsmuni umgengust hvor aðra, erfiðar og hættulegar vinnuaðstæður, kreppan og þau kröppu kjör sem hún olli og síðast en ekki síst var höfnin snertiflötur við erlend áhrif sem mótuðu mjög þvermenningarleg stjórnmál þessa tímabils.
This essay explores Reykjavík´s harbour and the dockers that worked there during the nineteen–thirties. The docks were the largest workplace in Reykjavík if not the largest in Iceland. Each day hundreds of labourers flocked to the docks to work or hoping to get some work. The characteristics of the dock workers are analysed and how the situation at the dock influenced them, not least their political stance. Also, this essay examines what kind of political space the harbour was during the turbulent thirties. These questions and the history of Reykjavík´s dock workers are placed in the context of the history of dockworkers in neighbouring countries. Also, various transnational issues that affected the dockworkers and the politics of the harbour space are addressed. Various issues united the dock workers in Reykjavík and raised class consciousness among them, for example their identity as workers, their clothing and living conditions. But dock workers were also a diverse group and various issues differentiated them. Some were permanent workers on the docks while other only got work from day to day or only part of a day. The difference between political views also affected them. A certain and conspicuous group of dock workers was more radical and militant than was generally the case among them. Members of this group used their position as dock workers to express their views. It is clear that at the time Reykjavík Harbour was an important political space. There was both an active labour struggle on the docks and a struggle between the political forces that were prominent in the interwar years. This was influence by many issues. The dock workers themselves with common interests interacted with each other, the difficult and dangerous working conditions they had to work in, the Great depression and the harsh living condition of the recession and last but not least did the docks function as a contact zone with foreign influences that shaped the transcultural politics of the time.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing útfyllt.pdf | 306.79 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Skrílsuppþot Kommúnista á hafnarbakkanum.pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |