en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3805

Title: 
 • is Samstarf heimila og skóla : viðhorf foreldra
Abstract: 
 • is

  Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvernig samstarfi væri háttað milli heimila og ónefnds grunnskóla í Reykjavík. Skoðað var viðhorf foreldra til þessa samstarfs. Spurt var um viðhorf foreldra til skólans, umsjónarkennara og heimanáms. Reynt var að draga upp sem skýrasta mynd af því hvernig samstarfið er og hvernig foreldrar myndu vilja hafa það.
  Í skólanum eru um 170 nemendur og var spurningakönnun send til foreldra allra nemenda og óskað eftir því að það foreldri svaraði sem ætti í meiri samskiptum við skólann. Svarhlutfall var 62 % og svöruðu foreldrar 112 nemenda.
  Spurt var um það hvernig samskipti umsjónarkennara við heimili væru og hvernig foreldrar myndu vilja sjá þessi samskipti. Foreldrar eru misánægðir með samskiptin á milli heimila og skóla. Foreldrar á miðstigi eru mjög ánægðir með samskiptin á meðan foreldrar á yngsta stigi eru ekki eins ánægðir. Það má til gamans geta þess að mikið er um samkennslu á miðstigi og vakna því spurningar um það hvort að hún geri gæfumuninn.
  Það kom í ljós að lögð er mismikil áhersla á heimavinnu eftir stigum og fannst foreldrum barna á yngsta stigi eða á miðstigi heimavinna vera full mikil, því nemendur á þessum stigum verja meiri tíma í heimavinnu heldur en börn á unglingastigi.

Accepted: 
 • Sep 30, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3805


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni Brynhildur.pdf1.02 MBLockedHeildartextiPDF