is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38066

Titill: 
  • Beinadalurinn í Esekíel 37: Rannsóknar-, túlkunar- og áhrifasaga
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sögulegur bakgrunnur rits Esekíels spámanns er almennt álitinn vera tímabil babýlónsku herleiðingarinnar 586-538 f. Kr. Presturinn Esekíel var spámaður meðal útlaganna, í ritinu lýsir hann mögnuðum sýnum, flytur dómsorð Guðs, útskýrir nýjar aðstæður þjóðarinnar og boðar að lokum von og endurreisn. Esekíel hefur oft verið lýst sem sérstökum og erfiðum spámanni. Dómsræður einkenna fyrri hluta ritsins en í seinni hlutanum kveður við annan tón og í kafla 37 nær vonin hámarki með sýninni um „beinin í dalnum.“ Vísanir í fjölmargar þekktar hefðir innan Gamla testamentisins og ríkulegt myndmál gerir það að verkum að Esekíel er ekki auðvelt rit, eins og rannsóknarsaga ritsins ber með sér. Í ritgerðinni er merking Esk 37 greind í sögu og samtíð með áherslu á sögusvið og guðfræði ritsins í heild. Lögð verður áhersla á að skoða táknmál líkamans, einkum hugtakið „bein“ sem kemur sérstaklega mikið við sögu í Esk 37. Auk þess verður áhrifasaga Esk 37 til skoðunar en þar ber trúlega hæst aðspádómurinn um beinin hefur átt sinn þátt í þróun upprisuboðskaps gyðinga og kristinna . Hefur verið túlkaður á mjög fjölbreytilegan hátt m.a. af listamönnum í gegnum aldirnar, ekki síður en fræðimönnum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beinadalurinn í Esekíel 37 Rannsóknar,- túlkunar- og áhrifasaga. Alfreð Örn Finnsson 090980-5999.pdf880.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Alfreð Örn Finnsson 090980-5999..jpg226.96 kBLokaðurYfirlýsingJPG