Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3809
Þjóðsögur hafa verið til síðan í fyrndinni og fylgt manninum í munnlegri geymd. Upphaflega voru þær ætlaðar fullorðnu fólki en með tímanum breyttust þær í viðvörunarsögur fyrir börn. Í dag eru þjóðsögur hluti af barnabókmenntum og nota kennarar sögurnar í skólastarfi.
Könnunaraðferðin byggir á að börn fái að rannsaka viðfangsefni upp á eigin spýtur. Börnin sjálf stjórna hraða rannsóknarinnar og hvert hún leiðir. Aðferðin er undir áhrifum Deweys, þ.e. að börn læri með því að framkvæma. Einnig má tengja aðferðina við fjölgreindarkenningu Gardners, en í þeirri kenningu er lögð áhersla á að börnin fái tækifæri til þess að rannsaka viðfangsefnið frá öllum hliðum og efla þar af leiðandi mismunandi greindir. Í Aðalnámsskrá leikskóla eru tilgreind sex námssvið sem leikskólum ber að vinna eftir og er einfalt að tengja þau öll við rannsókn barnanna. Í lok ritgerðarinnar er hugmyndabanki sem við tengjum við þjóðsöguna um Búkollu og hægt er að vinna með samkvæmt könnunaraðferðinni. Hugmyndirnar eru flokkaðar niður eftir námssviðum og greindum samkvæmt kenningum Gardners.
Í þessari ritgerð sýnum við fram á að könnunaraðferðin er góð leið til þess að vinna með þjóðsögur og eykur þar að auki áhuga barna á þjóðsögum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
konnunaradferd_og_thjodsogur.pdf | 469.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |