Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38092
Megin markmið þessa verkefnis var að bera saman gögn frá jarðsjármælingum og uppgreftri tveggja könnunarskurða í Árbæ. Jarðsjármælingarnar voru framkvæmdar samhliða rannsóknarverkefninu Fornar rætur Árbæjar (Ancient Roots of Árbær) á árunum 2018-2019. Þessar jarðsjármælingar voru svo notaðar til þess að ákveða staðsetningu tveggja nýrra könnunarskurða sem grafnir voru sumarið 2020. Eðli jarðsjármælingargagna er slíkt að hægt er að skoða svokallaðar „sneiðar“ frá ákveðinni dýpt. Þetta er aðeins hægt þökk sé möguleika jarðsjánnar að sýna gögnin sem safnað hefur verið í þrívídd eftir að þau hafa verið unnin með aðstoð úrvinnslu forrita. Í þessum „sneiðum“ er svo hægt að greina svokölluð frávik (anomalies), í þeim má svo túlka ákveðin einkenni (features) sem hægt er að bera kennsl á. Þessi einkenni má svo jafnvel tengja við þekkt fyrirbæri eða mögulegar mannvistarleifar. Þetta getur verið allt frá einum steini til stórra mannvirkja eða mannvistarlaga. Í þessu verkefni voru þessi einkenni fyrst notuð til þess að ákvarða staðsetningu könnunarskurðanna. Eftir að könnunarskurðirnir voru grafnir og gögnum hafði verið safnað úr báðum þáttum verkefnisins voru þau að lokum borin saman. Þetta var gert með því að bera saman mælingar, snið og ljósmyndir úr könnunarskurðunum við frávik sem höfðu verið túlkuð sem grafnar fornleifar í jarðsjármælingargögnunum. Í þessari ritgerð eru mögulegir kostir jarðsjármælinga ræddir ásamt þess að farið verður yfir samanburð þessara tveggja gagnapakka, og að lokum er niðurstöður verkefnisins kynntar.
The main goal of this project is to compare the data from ground penetrating radar surveying and the excavations of two test trenches in Árbær. The ground penetrating radar measurements were carried out in parallel with the research project Ancient Roots of Árbær (Fornar rætur Árbæjar) in the years 2018-2019. These ground penetrating radar measurements were then used to determine the location of two new test trenches excavated in the summer of 2020. The nature of ground penetrating radar data is such that so-called "slices" can be viewed from a certain depth. This is only possible thanks to the ability of the ground penetrating radar to display the data that has been collected in three dimensions after it has been post-processed with the help of a software. In these "slices" it is then possible to identify so-called anomalies, in which certain characteristics can be interpreted as features. These features can even be linked to known phenomena or possible buried archaeology. This can range from a single rock to large structures or cultural layers. In this project, these features were first used to determine the location of the test trenches. After the test trenches were excavated and the data had been collected from both aspects of the project, they were finally compared. This was done by comparing measurements, profiles, and photographs from the test trenches with anomalies that had been interpreted as archaeological features in the ground penetrating radar data. In this dissertation, the possible benefits of ground penetrating radar measurements are discussed, as well as a comparison of these two datasets. Finally, the results of the project are presented.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Penetrating the Ancient Roots.pdf | 10,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf | 370,15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |