is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38094

Titill: 
 • Samanburður á Síldarkreppunni og Covid 19-kreppunni
 • Titill er á ensku Comparison of the Herring Crisis and the Covid 19 crisis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið íslenskra stjórnvalda á hverjum tíma hefur m.a. verið að leitast við að beita skynsamlegri hagstjórn til að draga úr óhóflegum hagsveiflum og skapa skilyrði fyrir háu atvinnustigi í landinu. Sú áskorun hefur verið mikil í okkar litla íslenska hagkerfi allt frá stofnun lýðveldisins 1944. Íslenskt hagkerfi hefur ávallt átt mikið undir því að verðmætur afli berist á land af Íslandsmiðum. Síldveiðar við Ísland voru nýnæmi sem skapaði mikil útflutningsverðmæti og fjölda nýrra starfa í landinu á sjöunda áratug 20. aldar. Auðlindin hvarf hins vegar af Íslandsmiðum sem hendi væri veifað árið 1967 og mikil áskorun að bregðast við þeim samdrætti.
  Í þessu verkefni voru talnaleg gögn í aðdraganda og í kjölfar síldarkreppunnar og Covid-19-kreppunnar borin saman. Þróun á fimm þjóðhagsstærðum var skoðuð á hvoru tímabili fyrir sig og fylgni í þróun þeirra reiknuð út milli tímabila. Þessar fimm stærðir voru:
  • Áhrif á afkomu ríkissjóðs
  • Verg landframleiðsla
  • Viðskiptajöfnuður
  • Verðbólga
  • Atvinnuleysi.
  Lögð var fram núlltilgáta um að fylgni væri ekki til staðar milli þessar tveggja tímabila hvað varðar þróun ofangreindra þjóðhagsstærða.
  Byrjað er á almennri umfjöllun um kreppurnar tvær í fyrstu tveimur köflunum. Farið verður yfir þann mikla efnahagsvöxt sem átti sér stað meðan síldarinnar og ferða¬manna naut við og leitast er við að greina aðgerðir stjórnvalda í hvoru tilfelli fyrir sig í kjölfar kreppanna.
  Niðurstaðan var sú að töluverður munur er á þessum tveimur kreppum en þó var hægt að finna ákveðin samkenni milli þeirra. Í báðum tilfellum átti sér stað mikill vöxtur í sköpun nýrra starfa um nokkurra ára skeið og báðar greinarnar lögðust af að stærstum hluta á nokkrum vikum. Aftur á móti kom í ljós að miklu munaði á peningastefnu og ríkisfjármálum á þessum tveimur tímum. Niðurstöðurnar á marktektarprófunum sýndu fram á að ekki væri hægt að hafna núlltilgátunni fyrir verg landsframleiðslu og verðbólgu. Þegar þetta er ritað ríkir enn mikil óvissa hjá rekstraraðilum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þar sem Covid-faraldurinn er enn í útbreiðslu í heiminum og ekki er hægt að álykta hvenær og hvort atvinnutækifæri og tekjuöflun í íslenskri ferðaþjónustunái sínum fyrri hæðum. Á 20. öldinni reyndist glíman við verðbólgu vera viðvarandi áskorun stjórn¬valda en með aukinni samstöðu leiðtoga hagsmunasamtaka og stjórnmálamanna á 21. öldinni hefur náðst að skapa aukinn stöðugleika með samræmdari og virkari hagstjórn en áður.

Samþykkt: 
 • 6.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValdimarEinarsson_BA ritgerð_04-05-2021.pdf3.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YFIRLÝSING_skemman_lokaverkefni_valdimar.pdf307.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF