en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38099

Title: 
 • Title is in Icelandic Kjarasamningsbrot. Þekkir þú þinn rétt?
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þar sem kjarasamningsbrot af ýmsum toga hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri, leitast þessi rannsóknarritgerð eftir því að skoða algengi þeirra og hvernig þau birtast.
  Íslenskur vinnumarkaður er skoðaður með áherslu á hlutverk stéttarfélaga og kjarasamninga, mikilvægi ráðningasamninga auk þess sem útskýrt er hvað átt er við með vangoldnum launum.
  Framkvæmd var rannsókn sem deilt var á samfélagsmiðlum þar sem tilgangurinn var að kanna algengi kjarasamningsbrota á íslenskum vinnumarkaði. Spurt var hvort þátttakendur þekktu sinn rétt, og hvort þeir teldu sig hafa fengið greitt fyrir allar unnar stundir, yfirvinnu, laun í fjarveru vegna veikinda, orlofs- og desemberuppbót, stórhátíðarálag, greitt jafnaðarkaup, greitt undir lágmarkmarkslaunum kjarasamninga, auk bakgrunnsspurninga. Úrtakið var frekar takmarkað og því er ekki hægt að alhæfa um að niðurstöðurnar eigi við um þýðið. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar upp með lýsandi tölfræði þar sem niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá bakgrunni þátttakanda.
  Samkvæmt niðurstöðunum eru 92,6% þátttakenda sem þekkja sinn rétt, en skoðað út frá aldursskiptingu eru það 97% undir 35 ára sem þekkja sín réttindi. 32,4% þátttakenda hafa leitað til stéttarfélags vegna réttindabrota, en þar voru flestir í aldurshópnum 25 – 35 ára sem höfðu gert það. Þar sem trúnaðarmenn eru á vinnustað höfðu 12,6% leitað til þeirra vegna meintra kjarasamningsbrota. Þegar spurt var hvort þátttakendur þekktu til kjarasamningsbrota voru 25% sem svöruðu játandi. Á síðustu 12 mánuðum voru 17,4% sem töldu sig ekki hafa fengið greitt yfir allar unnar stundir, 25,3% töldu sig ekki hafa fengið greitt fyrir unna yfirvinnu, 93,8% fengu greidda orlofs- og desemberuppbót, 68,4% fengu greitt stórhátíðarálag vegna vinnu á stórhátíðum, 14% hafa ekki fengið greidd laun í fjarveru vegna veikinda, 96,7% hafa fengið launaseðil, 9,1% fengu laun greidd of seint, 17,5% segjast hafa fengið greitt jafnaðarkaup og 3,3% hafa fengið greitt undir lágmarkskjörum kjarasamninga.
  Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um kjarasamningsbrot á íslenskum vinnumarkaði, þó ekki sé hægt að alhæfa um algengi þeirra sökum þess hversu fámennt úrtakið var.

Accepted: 
 • May 6, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38099


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kjarasamningsbrot_ASG.pdf656.63 kBOpenComplete TextPDFView/Open
ASG_yfirlysing.pdf2.31 MBLockedDeclaration of AccessPDF