Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38101
Markmið þessarar meistararitgerðar er að skoða hvaða hlutverk lögin gætu haft í mótun framtíðarstefnu í málefnum dýra með vernd þeirra og réttindi í huga. Reynt er að skyggnast undir yfirborð nútíma löggjafar og koma auga á þá heimsmynd sem liggur að baki lögunum eins og þau eru í dag. Sú heimsmynd er byggð á fastmótaðri verufræði sem byggir á tvíhyggju og stigskiptingu lífs þar sem maðurinn er alltaf í miðpunkti. Ráðist er í róttæka endurskoðun á þessu fastmótaða hugmyndakerfi og leitað í smiðju ýmissa samtímahugsuða sem hafa m.a. lagt til einhyggju og pósthúmaníska sýn á stöðu dýra í heimi mannsins. Hugmyndir Andreas Philippopoulos-Mihalopoulos eru kynntar ítarlega og einkum byggt á bók hans Spatial Justice – Body, Lawscape, Atmosphere frá árinu 2015. Hugmyndaheimurinn sem þar kemur fram er á margan hátt nýstárlegur og skapar tækifæri til að skoða áherslur í dýravernd og lög um velferð dýra frá öðru sjónarhorni en hinn hefðbundna heimsýn býður upp á. Sérstök áhersla er lögð á markmiðsákvæði 1. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 til að greina hvaða hugmyndir og viðhorf liggja að baki lögunum. Í framhaldinu er skoðað hvaða leiðir væru færar til að lögin endurspegli frekar þá sýn sem endurskoðun og gagnrýni hefur veitt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildartexti.pdf | 979.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemma.jpg | 164.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |