is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38109

Titill: 
  • "Að snúa mótlæti í meðbyr" - Upplifun millistjórnenda á krísustjórnun á óvissutímum COVID-19
  • Titill er á ensku "Adversity or Opportunity?" - Middle Managers' Experience of Crisis Management During the Uncertainty of COVID-19
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Yfirstandandi COVID-19 faraldur, sem nú geisar vegna víðtækrar útbreiðslu kórónuveirunnar, hefur markað þáttaskil í rekstri fyrirtækja um allan heim og haft gríðarleg áhrif á félagsleg og hagfræðileg gildi. Krísustjórnun er fræðigrein sem leitar leiða til að bregðast við erfiðum aðstæðum þannig að sem minnstur skaði verði af og getur notkun fræðanna til undirbúnings í þessum efnum skipt höfuðmáli við stjórnun skipulagsheilda varðandi hvort fyrirtæki lifi af óvissutíma. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni „Hvernig upplifa millistjórnendur þá stjórnunarhætti sem X-fyrirtæki notaðist við á tímum yfirstandandi COVID-19 heimsfaraldurs?“. Markmið rannsóknarinnar var að veita innsýn í upplifun sex millistjórnenda á stjórnarháttum fyrirtækis í íslenska einkageiranum á tímum COVID-19 heimsfaraldursins með sérstöku tilliti til forystuhæfileika, samskipta, upplýsingamiðlunar, ákvörðunartöku og fyrirtækjamenningar. Enn fremur var leitast við að gera grein fyrir hugtökunum krísu og krísustjórnun og hvað einkenni góða forystuhæfileika, samskipti og upplýsingamiðlun, ákvörðunartöku og öfluga fyrirtækjamenningu. Í rannsókninni var unnið eftir eigindlegri aðferðafræði með nálgun fyrirbærafræðinnar. Að teknu tilliti til þeirra þema sem birtust í upplifun viðmælenda, reyndust ólíkir þættir í stjórnarháttum X-fyrirtækis hafa skipt sköpum í rekstri þess á tímum COVID-19 og í viðbrögðum við þeim hindrunum sem faraldrinum fylgdu. Má þar helst nefna samspil aðlögunar og sveigjanleika í viðbrögðum við óvissu, skýrrar stefnumótunar og langtímamarkmiða, áhrifaríkrar forystu og lausnamiðaðrar hugsunar, skilvirkra samskipta og upplýsingagjafar, valddreifingar í ákvörðunartöku og öflugrar fyrirtækjamenningar með sérstakri áherslu á samheldni og samvinnu ólíkra deilda. Niðurstöður benda til þess að umræddir þættir geti spilað lykilhlutverk í árangursríkri krísustjórnun fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 6.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarki_Sigurdarson_BS_ritgerd.pdf538.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS-Yfirlýsing.pdf206.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF