is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38116

Titill: 
  • „The Good Kind of Immigrant“ Upplifanir Íslendinga á innflytjendakerfi og búsetu í Bandaríkjunum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin byggir á rannsókn sem fjallar um upplifanir níu Íslendinga á innflytjendaferli og búsetu í Bandaríkjunum. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig íslenskir innflytjendur upplifa fólksflutninga, innflytjendakerfið og viðhorf bandarísks samfélags til innflytjenda. Markmið þessi eru skoðuð út frá fræðilegum kenningum um fólksflutninga og stjórnun þeirra, glæpavæðingu innflytjenda í gegnum orðræðu og löggjafir, áhrif kynþáttahyggju, hvítleika og framandleika á fólksflutninga, og að lokum út frá sjálfumleika og áhrifum flutninga á sjálfumleika innflytjenda. Rannsóknin er byggð á hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við níu Íslendinga sem fluttust til Bandaríkjanna á ólíkum forsendum. Formleg greining gagna var framkvæmd með kóðun og þemagreiningu. Við greiningu gagna komu fram þrjú meginþemu; a) skerðing réttinda, b) forréttindi hvítleikans, og c) breytingar á sjálfumleika. Helstu niðurstöður sýna að viðmælendur upplifðu ekki mikla skerðingu á ákveðnum réttindum á meðan á innflytjendaferlinu stóð. Þó upplifðu sumir viðmælendur sig vanmáttuga gagnvart stjórnvöldum, þá helst í samhengi við skerðingu á atvinnuréttindum og ferðafrelsi. Viðmælendur voru mjög meðvitaðir um forréttindastöðu sína sem hvítir íslenskir innflytjendur og töldu sinn húðlit og þjóðerni hafa hjálpað þeim í gegnum ferlið. Í sumum tilfellum gátu viðmælendur einnig nýtt sér sinn hvítleika og framandleika til að vekja á sér áhuga og fá aðgengi inn í bandarískt samfélag. Áhrif innflytjendakerfisins á sjálfumleika viðmælendanna voru bundin hversu auðveldlega þau fóru í gegnum ferlið. Þeir viðmælendur sem fóru auðveldlega í gegnum innflytjendaferlið fundu ekki fyrir neikvæðum áhrifum á sjálfumleikann. Þeir viðmælendur sem lentu annað hvort í erfiðleikum eða mikilli bið töldu hins vegar ferlið hafa áhrif á sjálfumleikann.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on a study of nine Icelanders’ experiences of immigrating and residing in the United States. The aim of this research is to shed light on how Icelandic immigrants experience migration, the immigration system, and the attitudes of American society towards immigrants. These are examined through theoretical work on migration and its management, the criminalization of immigrants through discourse and legislation, the influence of racism, whiteness and excoticism, and finally the influence of migration on identity. The research was conducted using semi-structured individual interviews with nine Icelanders who moved to the United States for a variety of reasons. The data was analyzed with coding and theme analysis. Three main themes emerged; a) curtailment of rights, b) the privileges of whiteness, and c) changes in identity. The results show that the interviewees did not experience a significant reduction in certain rights during the immigration process. However, some interviewees felt powerless towards the government, specifically in the context of restrictions on employment and freedom of movement. Interviewees were aware of their privileged status as white Icelandic immigrants and believed that their skin color and ethnicity helped them in the process. In some cases interviewees were also able to use their whiteness and excoticism to gain social access to American society. The impact of the immigration system on the interviewees' identity was dependent on how easily they went through the process. Interviewees who went through the process easily did not experience any negative effects. On the other hand those interviewees who had either faced difficulty or a long wait felt that the process had an effect on their identity.

Styrktaraðili: 
  • Öndvegisverkefnið Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi / Mobilities and Transnational Iceland
Samþykkt: 
  • 6.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudny Osk Gunnarsdottir_MA ritgerd_The Good Kind of Immigrant.pdf893.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing.jpg862.97 kBLokaðurYfirlýsingJPG