en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38139

Title: 
  • Title is in Icelandic Borgar sig að vinna meira? Umfjöllun um jaðarráðstöfunartekjur og bótabrekkur á Íslandi
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Laun, bætur og skattar eru ódrepandi pólitísk umræðuefni sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri, en svokallaður Lífskjarasamningur var undirritaður árið 2019, stuttu áður en að heimsfaraldur skók heimsbyggðina með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum hérlendis sem og annarsstaðar í heiminum. Í hagfræði er það grundvallaratriði að hvatar skipta máli, þegar horft er til ákvarðana fólks á markaði þá byggir val þeirra á þeim hvata sem við köllum verð. Verðið sem stjórnar vinnuhvötum endurspeglast best í ráðstöfunartekjum og því má segja að samspil skatt- og stuðningskerfa stýri vinnuhvötum einstaklinga. Umræða um ráðstöfunartekjur er þó ekki hávær og skilningur á samspili skattkerfis og bótakerfa virðist ekki vera mikill, enda flókið viðfangsefni.
    Viðfangsefni þessa lokaverkefnis til BA gráðu í hagfræði er að gera grein fyrir þeim hvötum sem kunna að skapast hérlendis með áherslu á þá þætti laga og reglna sem hafa áhrif á ráðstöfunartekjur. Fjallað er um íslenska skattkerfið og helstu stuðningskerfi sem hafa áhrif á ráðstöfunartekjur heimila. Ætla mætti fyrirfram að kerfin væru þannig uppbyggð að hærri laun myndu aldrei leiða til lægri ráðstöfunartekna, en annað kemur á daginn. Farið er vandlega yfir forsendur og aðferðafræði til þess að lesendur átti sig á því hvernig niðurstöðurnar eru fengnar. Þá er fjallað um erlent og innlent efni sem hefur verið gefið út jaðarskatta og bótabrekkur, en til að mynda kemur fram að breyttir meðalskattar hafi ekki áhrif á ákvörðunartöku fólks nema jaðarskattar breytist líka.
    Að lokum er fjallað um fjórar ólíkar fjölskyldugerðir og svör við spurningum þeirra á borð við hvort fjárhagslegur hvati sé til þess að leggja sig fram í atvinnuleit, hver fjárhagsleg áhrif þess að skrá sig í sambúð séu fyrir turtildúfur eða hvort það borgar sig að vinna meira. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tækifæri sé til breytinga og í niðurlagi eru settar fram nokkrar tillögur til þess að gera kerfin skilvirkari. Þá eru settar fram fjölmargar myndrænar birtingar, m.a. til þess að útskýra hvað er að gerast á jaðrinum við breytingu á launum og ítarefni í viðauka til þess að dýpka skilning á áhugaverðum myndum.

Accepted: 
  • May 6, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38139


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Borgar sig að vinna meira - BA ritgerð Kristófer Már Maronsson.pdf2.67 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman-yfirlysing-2709933709.pdf425.12 kBLockedDeclaration of AccessPDF