en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3814

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðhorf starfsfólks og foreldra til trúarbragðafræðslu á leikskólum : rannsókn á 6 leikskólum Kópavogsbæjar
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmiðið með þessari rannsókn var að komast að því hver viðhorf starfsfólks leikskóla og foreldra er til trúarbragðafræðslu á leikskólum og hver staða trúarbragðafræðslu er á leikskólunum. Rannsóknin var gerð með blandaðri rannsóknaraðferð sem fólst í að senda spurningalista til starfsfólks og foreldra barna í sex leikskólum ásamt því að taka viðtöl við tvo leikskólastjóra. Kenningar nokkurra fræðimanna, svo sem Hönnu Ragnarsdóttur, Kristínar Dýrfjörð og Eleanor Nesbitt, voru hafðar til hliðsjónar en þeir eru flestir á þeirri skoðun að einhver fræðsla um trúmál sé nauðsynleg bæði til uppbyggingar sjálfsmyndar barna og til þess að börn læri að bera virðingu og viðhafi umburðarlyndi gagnvart öðrum samfélagsþegnum.
    Í ljós kom að starfsfólk og foreldrar voru sammála um margt sem tengist trúarbragðafræðslu en þau greinir á um hvort kenna eigi trúarbragðafræðslu á leikskóla. Mikill meirihluti foreldra vill að börnin þeirra læri um trúarbrögð á leikskóla en starfsfólk er á öndverðum meiði.

Accepted: 
  • Sep 30, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3814


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
360).pdf1.03 MBOpenHeildartextiPDFView/Open