is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38145

Titill: 
  • Áhrif áhrifavalda á Instagram á vörumerkjavirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsmiðlar eru orðnir stór hluti af lífi flestra í dag og hafa mikil áhrif á umræðu og kauphegðun fólks í samfélaginu. Markmið þessarrar BS-ritgerðar er að rannsaka áhrif áhrifavalda á Instagram á vörumerkjavirði. Fyrst verður fjallað um samfélagsmiðla og þróun þeirra til dagsins í dag. Því næst verður einblínt á Instagram, bæði miðilinn sjálfan og notkun hans sem markaðstól. Þaðan verður farið yfir í áhrifavalda á samfélagsmiðlum og einkenni þeirra. Fjallað verður um vörumerkjavirðismódel David A. Aaker og þættirnir virðisauki og vörumerkjavitund teknir fyrir ásamt því að skoða þrjú einkenni áhrifavalda, traust, tengingu og sanngildi.
    Niðurstöðurnar byggja á rannsókn okkar sem unnin er út frá fyrirliggjandi gögnum, vefkönnun og viðtali við einstakling sem starfar sem alþjóðlegur þjónustustjóri og samfélagsráðgjafi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að traust fylgjenda á áhrifavaldi hefur jákvæð áhrif á bæði vörumerkjavitund og virðisauka. Tenging fylgjenda við áhrifavald hefur jákvæð áhrif á vörumerkjavitund og virðisauka en einungis sanngildi áhrifavalda hefur jákvæð áhrif á virðisauka en ekki á vörumerkjavitund. Rannsóknin gefur innsýn í veröld stafrænnar markaðssetningar á samfélagsmiðlum og þau miklu áhrif sem markaðssetningin hefur á kauphegðun fólks. Einnig getur rannsókn þessi nýst fyrirtækjum sem vilja nýta Instagram og áhrifavalda þar til markaðssetningar og verið þeim til leiðbeiningar um hvernig standa skal að vinnu við markaðssetningu og hvaða þátta skal líta til við val á áhrifavaldi til að hámarka afrakstur markaðs herferðar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrif-ahrifavalda-a-Instagram-a-vorumerkjavirdi-6.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna