is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38148

Titill: 
  • Það sem við brennum fyrir brennir okkur að lokum. Verndar ástríða, þrautseigja og gróskuhugarfar logandi skrifstofustarfsfólk?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var fjallað um samband þáttanna ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og kulnun í starfi. Samkvæmt rannsóknum hafa þættirnir ástríða, þrautseigja og gróskuhugarfar gefið vísbendingar um að vera lykillinn að árangri í leik og starfi. Kulnun er hugtak sem mikið hefur verið notað í umræðunni í samfélaginu þegar talað er um streitu og álag. Reyndin er sú að margir heltast úr lestinni vegna álagstengdra einkenna. Ef gott skipulag, góð stjórnun og samskipti eiga sér stað innan skipulagsheildarinnar eru líkur á auknum afköstum og persónulegum vexti starfsfólks í leik og starfi. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, annars vegar var skoðað sambandið milli breytanna ástríðu, þrautseigju og gróskuhugarfars og hins vegar hvort ástríða, þrautseigja og gróskuhugarfar væru verndandi þættir kulnunar í starfi.
    Til að skoða ástríðu, þrautseigju og hugarfar voru þrír átta atriða kvarðar notaðir. MBI-HSS sjálfsmatskvarðinn (e. Maslach Burnout Inventory) var notaður til að meta starfskulnun. Hann mælir starfskulnun á þremur víddum, þ.e. tilfinningaleg örmögnun, hlutgerving og persónulegt afrek. Bakgrunnsbreytur voru lagðar fyrir til að skerpa á niðurstöðum rannsóknarinnar. Spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk 14 fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Alls tóku 144 þátt en svarhlutfallið var 25%.
    Niðurstöður gáfu til kynna fylgni milli ástríðu og þrautseigju og ástríðu og gróskuhugarfars. Sama mynstur sást þegar svör karla og kvenna voru borin saman.
    Niðurstöður gáfu til kynna að 4,5% þátttakenda mældust með kulnun í starfi. Þeir þátttakendur sem voru ánægðir með sín störf voru líklegri til að vera með gróskumikið hugarfar og ástríðu á ákveðnu sviði. Þá gáfu niðurstöður til kynna að það starfsfólk sem mældist ekki með kulnun í starfi, þ.e.a.s. var með litla tilfinningalega örmögnun, litla hlutgervingu og voru ánægð með sín persónulegu afrek í starfi, bjuggu yfir mikilli þrautseigju.
    Rannsókn þessa mætti líta sem eitt púsl í stóru myndina um hvernig við tökumst á við þann heilsubrest sem kulnun er. Með því að auka vitund starfsfólks um stolt þeirra af persónulegum afrekum og frammistöðu í starfi og efla þrautseigju er möguleiki á aukinni vellíðan í starfi.

Samþykkt: 
  • 6.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.Mannauðsstjórnun_Bryndís.Kristjánsdóttir.pdf892,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg69,3 kBLokaðurYfirlýsingJPG