is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38150

Titill: 
 • „Venjast brjálsemi, leti og sjálfræði“ Tómthúsfólk og annað búlaust fólk á Snæfellsnesi um 1700
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna stöðu og afkomu þeirra sem ekki höfðu framfæri af hefðbundnum landbúnaði. Athugunin einskorðast við Snæfellsnessýslu því búfjárlaus heimili voru hvergi á landinu algengari en þar.
  Skoðaðar eru heimilisgerðir í Snæfellsnessýslu einkum í sjávarbyggðunum undir Jökli. Lögð er áhersla á að kanna kjör fólks sem ekki bjó við búfé: Tómthús- eða þurrabúðarfólks og lausafólks. Athugunin byggir á manntali 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem gerð var fyrir sýsluna á árunum 1702 til 1714.
  Heimili tómthúsmanna voru að jafnaði minni en önnur heimili. Samsetning þeirra var einnig með öðru móti en annarra heimila.. Börn og vinnuhjú voru færri í tómthúsum en á öðrum heimilum, en lausamenn og lausingjar voru þar tiltölulega fleiri. Meðan hjón fóru fyrir fyrir 80% heimila á lögbýlum og hjáleigum var sambærilegt tala fyrir tómthús 60%.
  Aðalhlutverk tómthúsmanna var að manna skip heimabænda á útvegsjörðum undir Jökli og tilvera þeirra í raun forsenda þeirrar miklu útgerðar sem þar var stunduð. Þar að auki sá tómthúsfólk öðru vinnandi fólki, eins og hús- og lausafólki fyrir húsnæði. Ennfremur þjónustaði tómthúsfólkið aðkomufólk sem fylgi inntökuskipum.
  Athugunin leiðir í ljós að kjör tómthúsfólks voru óviss og fiskveiðar einar nægðu ekki til að tryggja afkomu tómthúsfjölskyldnanna því var gert ráð fyrir að tómthúsmennirnir færu í kaupavinnu um sláttinn. Þurrabúðirnar voru viðkvæmar fyrir sveiflum í aflabrögðum og mun brothættari en býli sem að einhverju leyti studdust við landbúnað, um það vitna fjölmargar eyðibúðir.
  Mikil fjöldi óvistráðins fólks var í sýslunni sem sótti í tómthús hjáleigur og grasbúðir við útvegsjarðirnar. Það bendir til þess að hefðbundinn landbúnaður á svæðinu hafi ekki getað séð nógu mörgum fyrir störfum um aldamótin 1700.

Samþykkt: 
 • 6.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Páll Halldórsson Lokagerð BA ritgerðar.pdf986.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlyýsin fyrir skemmuna.pdf426.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF