is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3817

Titill: 
  • Það læra börn sem fyrir þeim er haft : hugmyndir fagmanna og fræðimanna um áhrif auglýsinga á börn og barnauppeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hugmyndir fagmanna og fræðimanna um áhrif auglýsinga á börn og barnauppeldi. Veitt er yfirlit um fræðilegt efni þessu tengt. Ég tók þar að auki viðtöl við fimm starfandi leikskólakennara og ræddi við þá um auglýsingar og áhrif þeirra á börn, áhrif auglýsinga á siðgæði / hegðun ungra barna, lög og
    reglugerðir sem lúta að markaðssetningu sem beinist að börnum, hlutverk
    samfélagsins og uppalenda í þessu samhengi og hvaða aðferðum væri hægt að beita innan leikskólans og hvers konar árangurs væri að vænta.
    Áhugaverðasta heildarniðurstaðan er sú að markaðsáreiti virðist vera miklum mun meira en höfundur og viðmælendur hans höfðu gert sér grein fyrir. Einnig er
    athyglisvert að finna fyrir því úrræðaleysi sem virðist ríkja hjá fagfólkinu og jafnvel ótta eða áhugaleysi fyrir að fara út fyrir sitt svið. Viðmælendur höfðu fjölbreyttar og áhugaverðar skoðanir um vandann en engar tiltækar hugmyndir um lausnir.
    Lykilorð: Markaðsvæðing, auglýsingalæsi, auglýsingaáhrif, vitund, siðfræði.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_fixed.pdf552.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna