is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38175

Titill: 
 • Covid-19 faraldurinn á skurðstofu- og gjörgæslukjarna Landspítala: Undirbúningur faraldursins og reynsla stjórnenda af því að auka móttökugetu gjörgæsludeilda
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur. Covid-19 faraldurinn er einn af stærri faröldrum síðari tíma og hefur leitt til fjölda sjúkrahúsinnlagna. Álag á gjörgæsludeildir hefur verið mikið og í mörgum löndum, þar á meðal Íslandi, hefur þurft að auka móttökugetu gjörgæsludeilda til að mæta aukinni eftirspurn eftir gjörgæslurýmum. Á Landspítala varð þetta stórt og viðamikið verkefni þar sem aðferðafræði verkefnastjórnunar var nýtt til að meta áhættu og gera viðbragðsáætlanir. Reynsla stjórnenda á skurðstofu- og gjörgæslukjarna Landspítala af undirbúningi faraldursins var könnuð ásamt mati þeirra á árangri verkefnisins.
  Aðferð. Framkvæmd var tilviksrannsókn með eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 8 stjórnendur á skurðstofu- og gjörgæslukjarna Landspítala. Notuð var þemagreining við úrvinnslu niðurstaða.
  Niðurstöður. Við úrvinnslu gagnanna birtust fjögur þemu. Þemað Tekist á við hið óþekkta lýsti óvissunni sem ríkti í upphafi faraldursins. Í þemanu Einu skrefi á undan kom fram hvernig stjórnendurnir nýttu bjargir innan og utan spítalans til að undirbúa gjörgæsludeildirnar fyrir móttöku sjúklinga með Covid-19. Í þemanu Baráttan við veiruna komu fram þær áskoranir sem mættu stjórnendunum í ferlinu. Þemað Gerum þetta saman fjallaði um hvernig starfsfólkið sameinaðist um að klára verkefnið.
  Ályktanir. Óvissa í upphafi faraldursins gerði stjórnendum kjarnans erfitt fyrir við undirbúning. Með því að vinna eftir viðbragðsáætlunum sem til voru og nýta niðurstöður sviðsmyndagreininga var hægt að skipuleggja hvernig rými, starfsfólk og birgðir yrðu nýtt til að auka móttökugetu deildanna. Helstu áskoranirnar sem viðmælendurnir mættu voru að tryggja viðunandi mönnun starfsfólks og aðlaga húsnæðið. Samvinna og samstaða starfsfólks ásamt vel tímasettum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda reyndust mikilvægir áhrifaþættir á árangur gjörgæsludeildanna í faraldrinum.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað í 2 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
 • 7.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Covid-19 faraldurinn á skurðstofu- og gjörgæslukjarna Landspítala.pdf996.92 kBLokaður til...19.06.2023HeildartextiPDF
Skemman útfyllt.pdf339.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF