Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38191
Heimildaritgerðin er ætluð til þess að kanna hvort það sé fylgni á milli fjármálalæsisgetu einstaklinga og töku smálána. Jafnframt verður skoðað mikilvægi þess að vera fjármálalæs, stöðu fjármálalæsi almennings, hvort smálán geti aukið velferð neytenda og margt fleira áhugavert tengt viðfangsefninu. Notast var við opinberar rannsóknir og fræðigreinar, bæði varðandi erlenda markaði og þann íslenska.
Skoðaðar rannsóknir sýna fram á mikinn skort á fjármálalæsi meðal almennra neytenda, bæði á Íslandi sem og erlendis. Einnig voru misjafnar niðurstöður varðandi hvaða velferðar áhrif smálán hafa á lántaka en mikill meirihluti þeirra sýna fram á að lánin hafi neikvæð áhrif á velferð lántaka. Að lokum sýndu allar skoðaðar rannsóknir fram á neikvæða fylgni fjármálalæsis og smálána, sem þýðir að fjármálalæsir einstaklingar eru ólíklegri til að taka smálán. Að auki kom fram að yngra fólk og einstaklingar með lægri tekjur og minni menntun er líklegra til að stunda viðskipti við smálánafyrirtæki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc ritgerð - Ísak Örn Jafetsson.pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_3713.jpg | 506.41 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |