is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38193

Titill: 
  • Íslensk hlutabréf: Mat á ávöxtun og áhættu OMXIGI.
  • Titill er á ensku Icelandic stocks: Assessment of risk and return of OMXIGI.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hlutabréfamarkaðurinn getur gegnt mikilvægu hlutverki í fjármálakerfi Íslands. Hlutabréfamarkaður Íslands er ungur og vísitalan OMXIGI, sem er einnig nefnd heildarvísitala íslenskra hlutabréfa, inniheldur aðeins 18 íslensk hlutafélög sem eru skráð í Kauphöll Íslands. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða nafnávöxtun og áhættu íslenska hlutabréfamarkaðarins frá byrjun árs 2010 til byrjun árs 2020 með því að miða við að vísitalan OMXIGI endurspegli markaðinn. Stuðst var við gögn Nasdaq OMX Ísland fyrir vísitöluna OMXIGI og hlutabréf í Marel og Icelandair Group. Einnig var stuðst við gögn vísitölufyrirtækisins MSCI fyrir vísitöluna MSCI Nordic.
    Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hver var ávöxtun og áhætta íslenska hlutabréfamarkaðarins frá janúar 2010 til janúar 2020?
    Ávöxtunin var fundin með því að skoða þróun vísitölunnar OMXIGI og lagt var mat á áhættu með því að styðjast við ýmsa mælikvarða sem gáfu til kynna áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að ávöxtun OMXIGI hafi ekki verið fullnægjandi umbun fyrir áhættur tímabilsins. Sveiflur í meðalávöxtun voru himinháar á tímabili. Einnig voru lengi fyrir hendi íþyngjandi skorður á eignadreifingu fjárfesta innanlands sem ollu aukinni hættu á hlutabréfamarkaðinum. Að lokum kom í ljós að stór hlutdeild Marels í vísitölunni gat einnig verið mikill áhættuþáttur á tímabilinu.

Samþykkt: 
  • 7.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk hlutabréf.pdf608.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing.jpg175.41 kBLokaðurYfirlýsingJPG