Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38198
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið mikilvægur þáttur okkur allra. Þótt tilfinningar margra eru neikvæðar gagnvart ferðamönnum þá getum við ekki neitað því að ferðamenn eru mikilvægur hluti efnahags okkar. Útflutningstekjur af ferðaþjónustunni, fyrir Covid-19, voru nokkrum sinnum meiri en af sjávarútvegi þótt að fiskur sé risa stór hluti útflutnings. Síðustu árin hefur Ísland notið aukinna vinsælda víða um heim og margir ferðamenn spenntir yfir því að koma til landsins og sjá helstu náttúruperlur þess en aukning á framboði ferða til Íslands hefur einnig aukist þar sem fleiri flugfélög bjóða upp á flug til Íslands. Þann 28 mars 2019 fékk ferðaþjónustugeirinn verulegt högg á sig þegar íslenska lággjaldaflugfélagið Wow Air varð gjaldþrota. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvaða áhrif það hafði á atvinnumarkað Suðurnesja og atvinnuleysi þar. Fjallað verður um sögu WOW Air frá því það var stofnað, almennt um Suðurnes, atvinnuleysi milli 2010-2020 og einnig horft til áhrifa Covid-19. Til að fá nánari og betri mynd af þessum tölum skal styðjast við tölfræði og ársskýrslur. Gögn notuð í þessari ritgerð koma í mestu leyti frá Vinnumálastofnun, Ferðaþjónustuskrifstofu, Seðlabanka Íslands, Wow Air, Hagstofu Íslands og Isavia.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð sem ég skila_Hanna_Wow.pdf | 483.7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.jpg | 912.17 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |