Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3820
Þessi ritgerð fjallar um eigindlega rannsókn sem gerð var á tveimur leikskólum þar sem ákveðin náttúrufræðiverkefni, Vísindaleikir voru tekin inn í starf skólanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kennara og barna af Vísindaleikjunum svo og viðhorf þeirra til leikjanna.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að verkefnin hafi fallið vel að starfsháttum og menningu leikskólanna sem báðir starfa eftir hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Norður Ítalíu. Samkvæmt viðtölum við kennara leikskólanna kom í ljós að börn og kennarar hafa haft ánægju af vinnu með Vísindaleikina. Sjálfstraust kennara gagnvart eðlisfræðilegum viðfangsefnum virðist hafa aukist en kennarar töluðu um að í upphafi vinnunnar hafi þeir ekki verið öruggir. Einnig virðist markviss vinna með Vísindaleikina skila sér í auknu náttúrufræðinámi barnanna þar sem unnið er með ýmis hugtök og tilraunir á sviði náttúruvísinda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_glj_fixed.pdf | 110.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |