is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38217

Titill: 
  • Frá flugtaki til lendingar: Hvers konar mynd gefa ársreikningar WOW air af sögu flugfélagsins frá árunum 2011 til 2019?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um flugfélagið WOW air ehf. og saga félagsins sögð í gegnum ársreikninga þess. WOW air var starfandi frá árinu 2011 til ársins 2019 en í þessari ritgerð verður farið yfir alla ársreikninga flugfélagsins og þeir greindir. Notast verður við lóðrétta og lárétta greiningu. Einnig verður notast við kennitölugreiningu en það er algengasta aðferðin þegar greina á ársreikninga. Leitast verður að gefa lesenda góða mynd af stöðu félagsins í lok hvers árs og svara spurningunni: Hvers konar mynd gefa ársreikningar WOW air af sögu flugfélagsins frá árunum 2011 til 2019? Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að upphafsár fyrirtækisins einkenndust af rekstrartapi, aukinni fjármögnun eiganda og miklum kostnaði í uppbyggingu vörumerkisins. Fyrirtækið varð einnig fyrir óláni við eldsneytiskaup og setti það strik í rekstur fyrri ára þess. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að félagið hafi verið rekið í miklum hagnaði árin 2015 og 2016 en í ritgerðinni er farið yfir hvað einkenndi arðsömu árin. Að lokum er greint frá falli WOW air en niðurstöðurnar sýna að hraður vöxtur félagsins olli of mikilli aukningu í rekstrarkostnaði og að tekjur félagsins höfðu ekki aukist í samræmi við kostnað.

Samþykkt: 
  • 7.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SCN_0024.pdf1.77 MBLokaðurYfirlýsingPDF
AndriFreyrGuðráðsson_Lokaverkefni_pdf.pdf464.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna