is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3822

Titill: 
  • Áhættutaka í íþróttum og bótaréttur tjónþola
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er áhættutaka í skaðabótarétti. Í lífinu tekur fólk ýmsar áhættur, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað og í mörgum tilfellum fylgir hætta á tjóni samfara því. Áhættutaka í skaðabótarétti kallast það, þegar tjónþola er ljós áhættan, en samt sem áður leggur hann sig eða hagsmuni sína í hættu. Áhættutaka telst til hlutrænna ábyrgðarleysisástæðna, en réttaráhrif hennar er að allur bótaréttur fellur niður. Oft er talið að með áhættutöku hafi tjónþoli fyrirgert öllum rétti til bóta.
    Í ritgerð þessari verður fjallað um áhættutöku í skaðabótarétti og verður megináhersla lögð á að skoða áhættutöku í tengslum við íþróttaiðkun. Gífurlegur fjöldi fólks stundar íþróttir, sem eru af misjöfnum toga, og flestir geta fundið sér íþrótt við sitt hæfi hvort sem það er einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Allt frá fornu fari hafa íþróttir verið stundaðar og voru Ólympíuleikarnir hinir fornu, sem dæmi, háðir nokkrum öldum fyrir Krist.
    Íþróttaiðkendur geta orðið fyrir tjóni við að stunda íþróttir. Tjónvaldur getur verið annar þátttakandi, en einnig getur tjón hlotist vegna háttsemi sem t.d. eigandi íþróttahúss, íþróttaleikvangs eða skipuleggjandi keppni ber ábyrgð á.
    Í flestum íþróttagreinum eru settar leikreglur sem ætlað er að sporna við því að menn fari offari í hita leiksins og valdi tjóni. Ef um smávægileg meiðsli er að ræða eða óhappatilvik er sjaldnast ástæða til að halda uppi ásökunum, en ef hins vegar stórvægilegur skaði hlýst af er rétt að leita réttar síns.
    Ætlunin er að fjalla um bótamöguleika íþróttaiðkenda sem verða fyrir tjóni í íþróttum og bótaskyldu þeirra sem valda því. Verða íþróttameiðsli afmörkuð við þau líkamlegu og áþreifanlegu meiðsli sem einstaklingur verður fyrir við iðkun íþrótta eða leikja af ýmsu tagi. Að lokum verður farið í samanburð á áhættutöku í skylduíþróttum og frístundaíþróttum og hvort sjáanlegur munur sé á dómaframkvæmd í þessum tveimur flokkum.
    Má segja að fólk sem stundar íþróttir hafi skilyrðislaust tekið á sig áhættu og fyrirgert þar með rétti sínum til bóta úr hendi tjónvalds? Er einhver munur á bótarétti eftir því hvort þeir stundi skylduíþrótt eða valfrjálsar íþróttir?

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga_Rannveig_Bragadottir_fixed.pdf253.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna