is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38220

Titill: 
  • Íslenski fjármálamarkaðurinn í lágvaxtaumhverfi: Er það raunhæfur möguleiki til lengri tíma litið?
  • Titill er á ensku The Icelandic Financial Market in a Low Interest Rate Environment: A Realistic Possibility?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Stuttu eftir fjármálahrunið árið 2008 tóku seðlabankar víðs vegar um heiminn að aðlaga peningastefnu sína að lægra vaxtastigi en áður þekktist og síðan þá hafa flest vestræn ríki haldið stýrivöxtum á svipuðu reiki nálægt núllinu. Talið var að sérstaða íslenska hagkerfisins bauð ekki upp á þann möguleika svo vaxtastig hérlendis hefur haldist töluvert hærra en tíðkast í nágrannalöndunum. Um miðjan maí árið 2019 tilkynnti Seðlabanki Íslands lækkun stýrivaxta, sem voru þá 4,5%, sem reyndist vera sú fyrsta í hrinu vaxtalækkana á komandi mánuðum. Þegar þessi ritgerð er skrifuð standa stýrivextir nú í sögulegu lágmarki í 0,75%. Núverandi vaxtaumhverfi er fordæmalaust í okkar litla hagkerfi og markar tímamót í íslenskri hagsögu.
    Í ritgerð þessari verður fjallað um hvað liggur að baki mikilla vaxtalækkana Seðlabanka Íslands seinustu mánuði og viðbrögð fjármálamarkaðar við þeim breytingum. Leitast verður eftir að athuga hvort líklegt sé að núverandi vaxtaumhverfi sé komið til að vera eða hvort um tímabundið ástand sé að ræða. Í upphafi verður farið yfir helstu forsendur sem við koma vaxtabreytingum og hvernig vaxtaleiðni peningastefnunnar fer fram. Því næst verður lágvaxtaumhverfið sérstaklega skoðað, sem og ýmsir vettvangar á fjármálamarkaði skoðaðir og þróun þeirra eftir áðurnefndar vaxtabreytingar. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman þar sem fram kemur meðal annars að vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu er líklegt að vaxtastig haldist lægra en við höfum áður þekkt. Raunvextir hafa farið lækkandi seinustu ár en nú í fyrsta sinn án þess að þrýsta verðbólgu upp á við og með virkari peningastefnu, trúverðugri hagstjórn og meiri stöðugleika á gengi íslensku krónunnar ættu raunvextir að haldast lægri en við þekkjum þó þeir muni eflaust hækka upp fyrir núverandi vaxtastig þegar hagkerfið tekur aftur við sér eftir niðursveiflu sökum COVID-19 farsóttarinnar.

Samþykkt: 
  • 7.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnarFriðrikssonLokaverkefni.pdf787.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf242.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF