is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38226

Titill: 
  • Hann leyndi henni sannleikanum: Tilbrigði í fallmörkun tveggja andlaga sagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA–prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er tilbrigði í fallmörkun tveggja andlaga sagna í íslensku en nánast ekkert hefur verið skrifað um efnið hingað til. Tilbrigði í fallmörkun eru yfirleitt þannig að reglulegt eða algengt fall er notað í stað sjaldgæfs falls. Tveggja andlaga sagnir í íslensku taka langoftast óbeint andlag í þágufalli og beint andlag í þolfalli (ÞGF-ÞF), t.d. gefa e-m e-ð, en nokkur önnur mynstur eru einnig til: ÞGF-ÞGF (úthluta), ÞGF-EF (óska), ÞF-ÞGF (leyna) og ÞF-EF (krefja). Kannað var hvort sagnir sem tilheyra sjaldgæfari mynstrunum hefðu tilhneigingu til að líkja eftir fallmörkun sagna sem hafa mynstrið ÞGF-ÞF, þ.e. að þágufall væri notað á óbeina andlaginu eða þolfall á því beina (t.d. úthluta e-m e-ð í stað úthluta e-m e-u). Rannsóknin var byggð á náttúrulegum gögnum úr Risamálheildinni og dómaprófi sem lagt var fyrir á netinu þar sem svör 736 þátttakenda voru notuð.
    Niðurstöður eru að mörgu leyti sambærilegar við það sem aðrar rannsóknir á fallmörkun í íslensku hafa sýnt. Í fyrsta lagi fundust tilbrigði og þau felast í því að sjaldgæft fall víkur fyrir algengu falli. Í tilviki tveggja andlaga sagna er algengasta mynstrið ÞGF-ÞF og því eru tilbrigðin á þá leið að óbeint andlag fær þágufall í stað þolfalls og beint andlag fær þolfall í stað þágufalls eða eignarfalls. Í öðru lagi sýna sagnir sem tilheyra sama mynstri og eru því á einhvern hátt sambærilegar ekki alltaf jafnmikil tilbrigði. Þann mun er oft hægt að skýra með ólíkri merkingu, ólíkri notkun eða tíðni sagnanna og þar með ílagi, en til þess að börn á máltökuskeiði nái að tileinka sér undantekningar í máli á borð við óreglu í fallmörkun skiptir máli að þau heyri þær sem oftast.

Samþykkt: 
  • 7.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ása.pdf557.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf10.63 MBLokaðurYfirlýsingPDF