is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38237

Titill: 
 • Húsnæðismarkaðurinn frá 2000 til 2021: Samanburður á húsnæðismarkaðnum fyrir tímabilin 2000- 2010 & 2011-2021
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Jafnvægi á húsnæðismarkaðnum myndast þegar framboð mætir eftirspurn. Töluverðar sveiflur geta þó einkennt húsnæðismarkaðinn vegna þess hve langan tíma það tekur fyrir framboðshliðina að aðlagast aukinni eftirspurn. Þetta sést gaumgæfilega þegar framvinda húsnæðismarkaðarins er könnuð fyrir tímabilið 2000-2010. Mikil umframeftirspurn var eftir húsnæði í upphafi tímabilsins og í kjölfar mikillar velmegunar í Íslensku samfélagi þróuðust flestir eftirspurnarþættir með þeim hætti að styðja við verðhækkanir á markaðnum. Samhliða óhóflegum verðhækkunum brást framboðshlið markaðarins við með hóflausum fjölda nýrra eigna, sem olli offramboði, og á haustmánuðum 2008 tóku við ákafar verðhækkanir.
  Á síðustu misserum hefur peningastefnunefnd brugðist við efnahagshremmingum kórónukreppunnar með allmiklum vaxtalækkunum. Á sama tíma hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist og þá hefur húsnæðisverð verið í hækkunarfasa. Húsnæðisverð hefur í kjölfar kórónukreppunnar, enn sem komið er, þróast í gagnstæða átt við þá þróun sem átti sér stað í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.
  Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman og varpa ljósi á það hvernig framvinda húsnæðismarkaðarins hefur verið tímabilin 2000-2010 og 2011-2021. Skoðað var hvernig eftirspurnar- og framboðsþróun húsnæðismarkaðarins hefur breyst á fyrrnefndum tímabilum byggt á gögnum frá Seðlabanka- og Hagstofu Íslands. Gögnin verða fyrst sett fram með myndrænni framsetningu og í lok hvers kafla verða birtar niðurstöður út frá tölfræðigreiningu sem byggir á venjulegri aðferð minnstu kvaðrata.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að húsnæðisverð hækkaði langt umfram þróun launa á árunum fyrir hrun. Verðþróun húsnæðis og launa hefur á hinn bóginn þróast með jafnari hætti fyrir tímabilið 2011-2021. Árlegur vöxtur húsnæðisverðs hefur þá einnig verið hóflegri fyrir seinna tímabilið. Þá hafa áhrif vaxta á húsnæðisverð haft mismunandi áhrif eftir því um hvort tímabilið ræðir. Frá 2000-2010 mældist jákvætt samband þar á milli en frá 2011-2021 var samband vaxta og húsnæðisverðs neikvætt.

Samþykkt: 
 • 7.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman.pdf319.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS ritgerð - TAKJ (1).pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna