is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3825

Titill: 
 • Gagnagreinir - Tól til greiningar á rannsóknum tengdum þreifistaf
Titill: 
 • Gagnagreinir fyrir rannsóknir á þreifistaf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stærðfræði er líklega erfiðasta viðfangsefni blindra í skóla. Það hafa því margar rannsóknir verið gerðar til að reyna auðvelda blindum og sjónskertum nemendum að læra stærðfræði með hjálp tölvu þar sem snertitækni, þreifistafir og marghátta notendaviðmót eru notuð. Verkefnið Stærðfræðistafurinn (Birgisson 2008) er eitt slíkt verkefni þar sem þróaður var hugbúnaður sem tengdur var við þreifistaf og kennir blindum og sjónskertum tvívíð stærðfræðiföll. Stærðfræðistafurinn skráir allar upplýsingar um notkun notandans í atburðaskrá sem síðan er notuð í eftirvinnslu. Miklar upplýsingar safnast í atburðaskránum og verður því erfitt og tímafrekt að lesa beint úr þeim.
  Markmiðið með þessu verkefni er að aðstoða við greiningu á atburðaskrám eins og Stærðfræðistafurinn býr til. Frumgerð rannsóknartóls er þróað sem getur nýst við rannsóknir tengdar snertitækni. Tólið flýtir fyrir og auðveldar rannsakendum eftirvinnslu á gögnum sem verða til við rannsóknir. Einnig nýtist tólið í að finna nýjar niðurstöður á eldri rannsóknum. Rannsóknartólið hefur níu notkunartilvik sem nýtast við eftirvinnslu á atburðaskrám. Notkunartilvik þessi urðu til útfrá fyrri meistaraverkefnum ásamt öðru lesefni sem notast var við gerð þessa verkefnis.
  Til að prófa virkni tólsins eru settar fram rannsóknarspurningar og notkunartilvikin prófuð með atburðaskrám frá Stærðfræðistafnum. Niðurstöður rannsóknarspurninganna eru síðan bornar saman við gögn Stærðfræðistafsins og ályktað að þar sem notkunartilvikin komi með sambærilegar eða nýjar niðurstöður á rannsóknarspurningunum virki það með Stærðfræðistafnum.
  Lesnir voru útdrættir tuttugu og fjögurra greina og af þeim valdar sjö til að athuga hvort rannsóknartólið nýttist öðrum en þeim sem greina gögn frá Stærðfræðistafnum. Er þessum sjö greinum lýst og fundin tenging við notkunartilvik rannsóknartólsins. Þar með er sýnt fram á að rannsóknartólið geti nýst öðrum en þeim sem rannsaka Stærðfræðistafinn.

Samþykkt: 
 • 1.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Gagnagreinir_Fannar_Freyr_Jonsson_fixed.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna