is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38255

Titill: 
  • Sjálfshjálparhópar Stígamóta: Ég sé núna að ég er ekki eina manneskjan með þessar hugsanir og tilfinningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á sjálfshjálparhópa Stígamóta, gera grein fyrir uppbyggingu þeirra, mikilvægi og ávinningi, og tekið var viðtal við starfskonu Stígamóta til að fá dýpri sýn á sjálfshjálparhópana. Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem hafa unnið gegn kynferðisofbeldi í 30 ár á Íslandi, og hafa sjálfshjálparhópar fyrir konur verið starfræktir þar á hverju ári frá upphafi og fyrir karla frá árinu 2002. Rannsóknir sýna að afleiðingar kynferðisofbeldis eru margvíslegar og geta meðal annars verið langvarandi, líkamlegar, andlegar og/eða félagslegar, og haft víðtæk áhrif á líf brotaþola. Brotaþolar kynferðisofbeldis eru líklegastir til að þróa með sér áfallastreituröskun (e. post traumatic stress disorder, PTSD) af þeim einstaklingum sem verða fyrir áfalli af náttúruhamförum, slysum eða af mannavöldum. Sjálfshjálparhópar eru ein áhrifaríkasta leiðin til að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldi í kjölfar einstaklingsráðgjafar. Í sjálfshjálparhóp gefst brotaþolum kostur á að deila reynslu sinni og spegla sig í lífsreynslu hvors annars, við það valdeflast þeir, upplifa sig ekki eins eina og fá styrk frá hvor öðrum. Niðurstöður sýndu að sjálfshjálparhópar Stígamóta eru vel uppbyggðir og valdeflandi starf er unnið með brotaþolum í þeim. Til að bæta starfið enn frekar og sjá mælanlegan ávinning væri þörf á frekari rannsóknum á sjálfshjáparhópunum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Elsa Stefánsdóttir_BA-ritgerð_lokaskjal.pdf525 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ses46.pdf353.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF