Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3826
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólafræðum, Menntavísindasviðs í Háskóli Íslands, vormisseri 2009. Í ritgerðinni er fjallað um skapandi starf og leik í leikskólum og horft til myndlistar, tónlistar og leikrænnar tjáningar. Fjallað er um mismunandi hugmyndafræði í tengslum við leikinn og mikilvægi hans í leikskólauppeldinu. Leikurinn er leið barnsins til að læra og mótast af hugmyndaauðgi þeirra og sköpunarmætti.
Fjallað er um sköpunargáfu barna og mikilvægi þess að horfa til ferilsins og sköpunarþörf barnsins en ekki hæfileika þess né lokaafurðar. Hlutverk foreldra og uppalanda er að sýna stuðning og gefa börnunum færi á að gera hlutina á sinn hátt. Þannig þroskast geta þeirra til sköpunnar og sjálfstraust þeirra eykst.
Komið er inn á kenningar Lowenfelds í tengslum við hugmyndafræðina á bak við myndsköpun barna. Grundvallarþemað í kenningunni er að myndsköpun og myndræn tjáning sé órjúfanlegur þáttur í heildarþroska barnsins. Einnig er fjallað um hugmyndafræði Rhodu Kellogg en hún leggur áherslu á meðfætt fegurðarskyn barna og viðleitni þeirra að skapa jafnvægi í myndum sínum.
Í tónlistarþættinum er fjallað um hugmyndafræði sem er tengd við High/Scope sem rekja má til Bandaríkjanna. Hugmyndafræðin byggir á virku námi barnanna og áhersla lögð á vitrænan og félagslegan þroska barna. Börnin velja sér sjálf sinn efnivið og virkni.
Leikrænni tjáningu er einnig gerð skil í þessari ritgerð. Tengsl milli leikja barna og leikrænnar tjáningar könnuð. Fjallað er um gildi leikrænnar tjáningar fyrir börnin, varðandi einstaklings-, tilfinninga- og málþroska. Að lokum er settur fram hugmyndabanki ætlaður kennurum í leikskólum sem innihalda kveikjur og hugmyndir út frá sköpunargáfu barnsins og hugmyndafræðunum er áður hafa komið fram.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sköpunargáfa barna.pdf | 131.48 kB | Opinn | Greinagerð | Skoða/Opna | |
Á vængjum hugarflugsins.pdf | 169.99 kB | Opinn | Hugmyndabanki | Skoða/Opna |