Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38274
Meginmarkmið ritgerðarinnar var að auka þekkingu á skólaforðun barna innan grunnskóla á Íslandi. Ritgerðin var unnin með eftirfarandi ritgerðarspurningar í huga; Hvað er skólaforðun og hver er birtingarmynd hennar? Hver eru viðbrögð við skólaforðun á Íslandi? Hver gæti aðkoma félagsráðgjafa verið í skólaforðunarmálum?
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er öllum börnum á aldrinum sex til sextán ára skylt að sækja skóla. Verði misbrestur á skólasókn barns á skólaskyldualdri skal skólastjórnandi tafarlaust leita úrbóta og taka ákvörðun um málið. Þegar nemandi glímir við skólaforðun er hann mikið fjarverandi frá skóla og á erfitt með að vera viðstaddur heilan skóladag. Slík fjarvera getur haft áhrif á nám nemandans sem og félagslega stöðu hans. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum er vandi skólaforðunar nokkuð umfangsmikill hér á landi og nauðsynlegt er að bregðast við slíkum vanda sem fyrst. Erfitt er að átta sig á umfangi vandans hér á landi vegna misræmis í skráningu og viðmiðum. Umboðsmaður barna sem og aðrir hafa lagt fram ýmsar tillögur til þess að bregðast við skólaforðun á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að aðkoma félagsráðgjafa sé nauðsynleg vegna sérþekkingar hans og til þess að brúa bil milli heimilis og skóla vegna þess að ástæður skólaforðunar eru oft flókar, sálfræðilegar, námslegar og félagslegar. Félagsráðgjafi hefur í sínum störfum þekkingu til að vinna með fjölskylduna og með skólanum. Niðurstöður benda einnig á það að mikilvægt sé að unnið verði að því að koma félagsráðgjöfum inn í skólanna, til þess að stuðla að velferð og hagsmunum nemenda. Af niðurstöðum ritgerðarinnar má álykta að vandinn er raunverulegur í íslensku samfélagi og bæta þarf viðbrögð við skólaforðun hér á landi
Hugmyndin af viðfangsefninu kviknaði eftir að höfundur fékk mikinn áhuga á skólafélagsráðgjöf og varð honum ljóst að skólasóknarvandi barna er mikið vandamál í íslensku skólakerfi og þá sérstaklega skólaforðun líkt og niðurstöður könnun Velferðarvaktarinnar leiða í ljós.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
slt6_BA-ritgerð_lokaskil.pdf | 771.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf | 402.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing |