is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38278

Titill: 
  • Mikilvægi samstarfs milli foreldra og skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Skólinn er mikilvæg stofnun þegar kemur að velferð og uppeldi barna. Samkvæmt lögum er börnum skylt að sækja grunnskóla í tíu ár. Skólinn er því í lykilstöðu til að styðja við börn og foreldra þeirra. Það getur verið flókið fyrir skólann þá sérstaklega þegar börn eiga við vandkvæði að stríða og standa höllum fæti í skólakerfinu. Rannsóknir hafa sýnt að gott samstarf milli foreldra og skóla skiptir miklu máli fyrir
    velferð barna. Til að nám nemandans verði jákvæðara og skapi vellíðan er mikilvægt að jafningjagrundvöllur sé ríkjandi á milli kennara, foreldra og nemenda. Samstarf foreldra og skóla snýst um velferð nemandans og samstarfið felur í sér að foreldrar, skóli og nemendur vinna að sameiginlegu markmiði til að styrkja velferðar nemandans. Í dag er mikið álag á kennurum og starfsfólki í skólum og með farsælu samstarfi foreldra og skóla er hægt að vinna með barni og fjölskyldu ásamt
    sérfræðingum við að finna viðeigandi lausnir við vandkvæðum barna í skólanum. Í þessari ritgerð verður fjallað um mikilvægi samstarfs milli heimilis og skóla og í hverju samstarfið felst. Rýnt verður í hvað megi bæta í samstarfi milli foreldra og skóla. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hversu mikilvægt er samstarf milli skóla og foreldra barna? Niðurstöður leiddu í ljós að með góðu samstarfi milli foreldra og skóla getur leitt til betri námsárangurs og vellíðan nemenda. Einnig er foreldrasamstarf og aukin þátttaka foreldra í skólakerfinu bætir viðhorf þeirra gagnvart skólakerfinu sem leiðir
    til betri viðhorfs nemenda. Heimili og skóli vinna að sameiginlegum markmiðum með virðingu og faglegum grunni að leiðarljósi til að auka líkur á árangursríku samstarfi. Niðurstöður benda á mikilvægi þess að stuðla að góðu samstarfi milli heimilis og skóla því ávinningurinn getur orðið gífurlegur.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaGuðmundsdóttir_BA ritgerð_lokaskil.pdf434,85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
TinnaGuðmundsdóttir_Skemman_Yfirlýsing_Undirritað_09052021.pdf279,56 kBLokaðurYfirlýsingPDF