is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38282

Titill: 
  • Áhrif snjalltækja á þróun átröskunarsjúkdóma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Átröskunarsjúkdómar eru erfiðir sjúkdómar að fást við. Þeim fylgja oft langt bataferli og er átröskun talin vera langvinnur sjúkdómur. Í þessari ritgerð verður fjallað um átraskanir og þrjár tegundir átraskana nánar skilgreindar. Þær eru lystarstol, lotugræðgi og lotuofát.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kafa dýpra í áhrif snjalltækja og hvernig snjalltæki á borð við snjallsíma og snjallúr geta haft áhrif á þróun átröskunarsjúkdóma. Einnig verða áhrif samfélagsmiðla á átröskunarsjúkdóma skoðuð með nýja sem gamla samfélagsmiðla til hliðsjónar. Markhópurinn í þessari ritgerð eru börn og unglingar og verður fjallað um þessa þætti með þann markhóp að leiðarljósi. Þessi hópur er viðkvæmur og því mikilvægt að skoða hvaða þættir ýta undir eða hafa áhrif á þróun þessa sjúkdóms. Komið verður inná meðferðarúrræði og hvaða meðferðarúrræði eru í boði hér á landi og hvernig hlutverk félagsráðgjafa nýtist á þessu sviði.
    Niðurstöður leiddu í ljós að allir þessir þættir hafa áhrif á þróun átröskunarsjúkdóma eða ýta undir þá. Lítið er þó til af rannsóknum um áhrif snjallúra og tilkomu nýrra samfélagsmiðla á átröskunarsjúkdóma og er því mikilvægt að rannsaka þetta efni nánar í komandi framtíð.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arg71_Alexía_BA.pdf513.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmu skil.pdf375.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF