is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38285

Titill: 
  • (Ó)samhverfa í lýsingarháttakerfi grísku og latínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA–prófs í grísku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin skoðar samhverfu og ósamhverfu í lýsingarháttakerfi grísku og latínu og skýrir frá kerfi beggja mála. Segja má að lýsingarháttakerfi grískunnar sé nær fullkomlega samhverft (þ.e. það hefur pör af beygingarmyndum í hverri tíð fyrir ólíkar myndir) en kerfi latínunnar ósamhverft. Kerfin eru því mjög ólík þótt bæði málin séu komin af frumindóevrópsku. Til þess að reyna að skýra ósamhverfu í lýsingarháttakerfum notaði Haspelmath (1994) kenningu Du Bois um að hlutverk í orðræðu geti skýrt formgerð mála. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að sú nálgun geti hvorki skýrt lýsingarháttakerfi grísku né latínu þegar notkun á lýsingarháttum í þeim málum er höfð í huga. Því þurfi að skoða kerfi málanna frá öðru sjónarhorni og skýra ósamhverfu latneska kerfisins með öðrum hætti. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um sagn- og lýsingarháttakerfi frumindóevrópsku, grísku og latínu. Skýrt er frá því hvernig lýsingarháttakerfin urðu eins og þau eru á klassískum tíma og undirstaða veitt fyrir síðari hluta ritgerðarinnar. Í seinni hluta eru færð rök fyrir því að kenning Du Bois um hlutverk og kóðun orðræðu og útfærsla Haspelmaths á henni útskýri ekki lýsingarháttakerfi grísku og latínu. Sagt er frá rannsókn höfundar á notkun lýsingarhátta í þremur grískum bókmenntatextum en hún bendir til þess að kenningin nái ekki nægilega vel utan um lýsingarháttakerfi grísku. Einnig er fjallað um notkun á latneska lýsingarháttakerfinu og því haldið fram og rökstutt að þótt beygingarmyndirnar séu ósamhverfar sé kerfið ekki notað á ósamhverfan hátt. Það er í andstöðu við kenningu Du Bois og tillögu Haspelmaths um að lítil þörf sé fyrir ákveðnar beygingarmyndir lýsingarhátta í málkerfinu. Þessar niðurstöður eru ræddar í umræðukafla. Að lokum er dregið saman.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Ó)samhverfa í lýsingarháttakerfi-Sólveig Hrönn.pdf600.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SólveigHrönn_9.maí.pdf1.31 MBLokaðurYfirlýsingPDF