is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38289

Titill: 
  • Þegar gamanið kárnar. Heimspeki og siðfræði gríns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir ótvírætt mikilvægi í mannlegu samfélagi hefur umfjöllunarefnið grín ekki hlotið mikla athygli innan heimspekinnar í samanburði við önnur sambærileg umfjöllunarefni. Það sama má segja um þær siðfræðilegu spurningar sem vakna þegar siðferðilegt réttmæti gríns er tekið til athugunar. Í þessari ritgerð verður farið yfir helstu kenningar heimspekinnar um eðli og forsendur gríns, sömuleiðis verður grín skoðað út frá sálfræði- og atferlisfræðikenningum og siðfræðilegir þættir gríns rannsakaðir með þær kenningar að sjónarmiði. Leitað verður svara við spurningum um það hvort og þá hvenær grín getur talist siðferðilega ámælisvert út frá hugmyndum um félagslegar breytur og að endingu færð rök fyrir því að í gríni sé fólginn ákveðinn möguleiki til þroska og aukins víðsýnis.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þegar gamanið kárnar.pdf460.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf126.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF