is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38291

Titill: 
  • Áhrif náttúrumeðferða á unglinga í sálfélagslegum vanda: Staða þekkingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Áhrif náttúrunnar á heilsu og velferð fólks hefur hlotið talsverða athygli á síðustu árum. Í því samhengi hafa fræðimenn fjallað um mikilvægi náttúrunnar fyrir sálfélagslega velferð og bent á neikvæðar afleiðingar þess að einstaklingar dvelji minna í náttúrunni nú en áður. Þá hefur verið bent á að unglingar geti verið sérstaklega viðkvæmir fyrir því að þróa með sér sálfélagslegan vanda til dæmis vegna skorts á mikilvægum verndandi þáttum í umhverfi þeirra. Niðurstöður rannsókna benda til þess að dvöl í náttúrunni sé verndandi þáttur í uppeldi barna og geti því verið mikilvæg í meðferð við sálfélagslegum vanda barna og unglinga.
    Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu þekkingar á áhrifum náttúrumeðferða þegar unnið er með unglingum með sálfélagslegan vanda. Markmiðið er tvíþætt; annars vegar að taka saman stöðu þekkingar á áhrifum náttúrumeðferðar með unglingum í sálfélagslegum vanda og hins vegar að varpa ljósi á hlutverk leiðbeinenda slíkra nálgana. Gögn voru fengin með markvissri ítarleit í rafrænum söfnum. Í kjölfarið var gerð innihaldsgreining á 10 rannsóknargreinum sem fjölluðu um áhrif náttúrumeðferða á unglinga í sálfélagslegum vanda. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að áhrif náttúrumeðferðanna voru margvísleg og tengdust bæði náttúrunni og hæfni leiðbeinenda. Dvöl í náttúrunni hafði almennt róandi áhrif á unglingana og gaf þeim frí frá samfélagsmiðlum og tækni. Meðferðin hafði í för með sér jákvæðar breytingar á hegðun og hugsun unglinganna, framfarir í tilfinningastjórnun, bætt félagstengsl, aukið sjálfstraust, samskiptahæfni og eflingu sjálfsmyndar. Félagsráðgjafar ættu því að skoða náttúrumeðferð sem valkost þegar unnið er með unglingum í sálfélagslegum vanda.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_tga1.pdf947.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf271.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF