is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38300

Titill: 
  • Laungetin börn. Rannsókn á óskilgetni, stöðu foreldra og trúlofunarsambúð til sjávar og sveita í íslensku samfélagi á síðari hluta 18. aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður gert grein fyrir óskilgetni til sjávar og sveita í íslensku samfélagi á síðari hluta 18. aldar. Helstu heimildir eru prestsþjónustubækur frá fjórum prestaköllum. Valið á prestaköllunum réðst aðallega af því prestsþjónustubækurnar væru læsilegar sem og að þau prestaköll endurspegluðu sjávar- og sveitarsóknir. Einnig verður leitast við það að athuga þjóðfélagsstöðu foreldra og hvort að foreldrar óskilgetinna barna hafi gengið í hjónaband eftir að hafa átt barn saman. Enn fremur verður athugað hvernig harðindaár höfðu áhrif á fæðingu barna í hverju prestakalli fyrir sig. Upplýsingarnar sem koma fram verða svo miðaðar við þær upplýsingar sem til eru fyrir allt landið sem og sambærilegar rannsóknir frá Noregi og Svíþjóð. Notast verður aðallega við megindlegar aðferðir til að taka saman hlutföll óskilgetni á hverjum stað fyrir sig sem og hversu algengt það var að foreldrar gengu í hjónaband eftir að hafa eignast barn saman og hvaða þjóðfélagsstöðu var algengast að foreldrar óskilgetinna barna tilheyrði.
    Til að styðja við röksemdafærslu verður notast við fyrri rannsóknir á svipuðu efni, hugmyndir og kenningar annarra fræðimanna. Til að setja upplýsingar í almennt samhengi verður fjallað í stuttu máli um hugarfar og löggjöf sem viðkom hjúskap og tilhugalífi á þessum tíma. Ritgerðin sýnir fram á að óskilgetni var algengari til sjávar heldur en sveitar, fólk í sjávarsóknum var þó líklegra til að ganga í hjónaband eftir að hafa átt saman barn og meirihluti foreldra tilheyrðu stöðu vinnuhjúa. Móðuharðindin og slæmt veðurfar í byrjun tímabilsins höfðu einna mest áhrif á fæðingartíðni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Ritgerð_Laungetin börn_Unnur Helga Vífilsdóttir.pdf927.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Unnur Helga Vífilsdóttir.pdf277.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF