is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38302

Titill: 
  • Áhrif forvarna gegn sjálfsvígshættu ungmenna. Bera forvarnir raunverulegan árangur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fjölmargar ástæður eru fyrir því að ungmenni fremi sjálfsvíg. Því þurfa að vera til staðar viðeigandi úrræði til þess að takast á við vandamálið og virkja þær bjargir sem eru til staðar í samfélaginu ungmennum til aðstoðar.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvað veldur því að ungmenni fremji sjálfsvíg, hvaða forvarnir eru til staðar í baráttunni gegn sjálfsvígum ungmenna og hvaða árangur þær hafa sýnt fram á. Umræðan um sjálfsvíg hefur aukist töluvert á síðastliðnum árum og því er mikilvægt að rannsaka viðfangsefnið. Notast var við þrjár rannsóknarspurningar, og eru þær eftirfarandi: Hvaða þættir ýta undir sjálfsvígsáhættu meðal ungmenna? Hvaða sjálfsvígsforvarnir eru til staðar hér á landi? Hver er raunverulegur árangur sjálfsvígsforvarna gagnvart sjálfsvígum ungmenna?
    Niðurstöðurnar sýndu fram á að ungmenni eru berskjölduð gagnvart áhættuþáttum sjálfsvíga vegna þeirra breytinga sem eiga sér stað innra með þeim á þessum aldri. Erfitt getur reynst að greina hinar ýmsu raskanir og því fá þau ekki viðeigandi aðstoð þegar þess er þörf á. Auk þess bendir margt til þess að skortur á tilfinningastjórn ýti verulega undir sjálfsvígshættu. Að sama skapi benda niðurstöður til þess að sjálfsvígsforvarnir séu árangursríkt verkfæri í baráttunni gegn sjálfsvígum. Þó er þörf á því að endurskoða útfærslu skimana, kreppuíhlutunar og hjálparsíma. Einnig kemur fram að sjálfsvígsforvarnir sé hægt að finna víða í Íslensku samfélagi. Vandamálið er þó að mikil áhersla er lögð á kreppuíhlutun, aðferð sem hefur engar nýlegar rannsóknir á bak við sig. Þjálfun hliðarvarða virðist einnig vera á skornum skammti.
    Út frá niðurstöðunum er hægt að álykta að sjálfsvígsforvarnir virki vel gegn sjálfsvígshættu ungmenna og eru útfærðar víða í Íslensku samfélagi. Það þarf reglulega að framkvæma rannsóknir á málefninu svo betur sé hægt að sniða forvarnir að þörfum ungmenna. Að sama skapi þarf að hafa auga með áhættuþáttum ungmenna og að gera sér grein fyrir því að birtingarmynd þeirra er í ákveðnum tilfellum ekki sú sama og hjá fullorðnum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritger_arh68.docx.pdf838.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
jpg2pdf.pdf901.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF