is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38321

Titill: 
 • Hugtakið slys í vátryggingarétti. Hugtaksskilyrði slysahugtaksins
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um hugtakið slys í vátryggingarétti. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að gera ítarlega grein fyrir inntaki slysahugtaksins, sem og að fjalla um hinar ýmsu tegundir slysatrygginga og bótasvið þeirra.
  Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um helstu atriði vátryggingaréttar. Fjallað verður um hvað vátrygging er og hvaða þýðingu vátryggingarsamninginn hefur fyrir réttarsambandið á milli félagsins og vátryggingartaka.
  Í þriðja kafla verður almenn umfjöllun um skaðabótarétt. Fjallað verður um hugtakið líkamstjón í skaðabótarétti og farið verður yfir tengsl skaðabótaréttar og vátryggingaréttar,
  Í fjórða kafla verður almenn umfjöllun um slysatryggingar. Gert verður grein fyrir því hver séu helstu einkenni slysatrygginga. Fjallað verður sérstaklega um bótasvið og helstu tegundir slysatrygginga.
  Í fimmta kafla verður fjallað um slysahugtakið með almennum hætti. Farið verður yfir hvernig hugtakið slys er skilgreint í skilmálum vátryggingafélaga hérlendis og borið saman við danskan og norrænan rétt. Fjallað verður einnig um sönnunarreglur og hvaða áhrif það hefur þegar vátryggður breytir málavaxtalýsingu sinni eftir á. Í lok kaflans verður farið yfir það sem telst ekki til slyss, en yfirleitt gera félögin fyrirvara um að félagið bæti ekki tjón vegna tiltekinna orsaka.
  Í sjötta kafla má finna meginkafla ritgerðarinnar. Í honum verður farið yfir einstök hugtaksskilyrði slysahugtaksins. Það verður gert með þeim hætti að fjallað verður um hvert hugtaksskilyrði fyrir sig og leitast verður eftir því að greina hvaða tilvik falli innan eða utan þess. Í þessari ritgerð verður byggt á því að hugtaksskilyrðin séu fimm talsins. Í fyrsta lagi þarf að vera um atburð að ræða sem er óvæntur og tilviljunarkenndur. Í öðru lagi þarf að vera um skyndilegan atburð að ræða. Í þriðja lagi þarf atburðurinn að hafa vera utanaðkomandi. Í fjórða lagi þarf atburðurinn að gerast án vilja vátryggðs. Í fimmta og síðasta lagi þarf atburðurinn að hafa valdið meiðslum á líkama vátryggðs.
  Í sjöunda kafla verður í stuttu máli fjallað um slysahugtak almannatrygginga sem er samhljóða slysahugtaki vátryggingaréttar. Skoðað verður hvort slysahugtak almannatrygginga sé túlkað með öðrum hætti en gert er í vátryggingarétti og hugtaksskilyrðin borin saman.

Samþykkt: 
 • 10.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
slysahugtakið - lokaskil.pdf1.1 MBLokaður til...01.01.2040HeildartextiPDF
skemman-yfirlýsing.pdf375.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF