is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38326

Titill: 
  • Að gæða handrit lífi. Alþýðumyndlist í 18. og 19. aldar handritum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að draga fram í dagsljósið hluta af þeim myndlistararfi sem er að finna í íslenskum handritum frá 18. og 19. öld og greina eðli þeirra og stöðu innan handritanna. Rannsökuð voru yfir 140 handrit fyrir þetta verk sem innihalda myndlist að einhverju tagi. Lokalista með þessum handritum má finna í ritgerðinni, þar sem kemur fram hvers konar myndlist er að finna í hverju handriti fyrir sig. Gerð er grein fyrir fimm algengustu flokkum myndlistar í handritum frá rannsóknartímabilinu. Flokkarnir eru: 1) skreyttir upphafsstafir; 2) skreyttar titilsíður; 3) almennt skraut; 4) dýramyndir, og loks 5) myndir af mönnum og atburðum. Í ritgerðinni er dregin upp mynd af menningarástandi Íslands á 18. og 19. öld með það að markmiði að varpa ljósi á í hvaða umhverfi handritin og efni þeirra urðu til. Í verkinu er tekin til athugunar einn „berfættur sagnfræðingur“, eins og ritarar af þessu tagi hafa verið nefndir, sem notaði frítíma sinn í að skrifa upp handrit og skreyta með myndum sem hann teiknaði. Að lokum er lagt mat á hvaða áhrif myndlist í handritum hafði hugsanlega á fólk, þegar tekið er tillit til þess að myndlist var af afar skornum skammti í landinu á rannsóknartímanum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan_Isleifsson_Ad_gæda_handrit_lifi.pdf3.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kjartan_yfirlysing.pdf457.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 3 ár.