Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38327
Bakgrunnur: Algengi óráðgerðra þungana í heiminum er mikið og konur sem upplifa eina óráðgerða þungun eru líklegri til að upplifa endurteknar óráðgerðar þunganir. Mikilvægt er að þekkja þá þætti sem auka líkur kvenna á að upplifa óráðgerða þungun svo hægt sé að hjálpa þeim að koma í veg fyrir hana. Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða rannsóknir sem gátu svarað rannsóknarspurningunni: Af hverju verða konur þungaðar áður en þær kjósa það?
Aðferð: Leitað var að rannsóknum í gagnagrunni PubMed og í heimildalistum annarra greina fyrir þessa fræðilegu samantekt. Ákveðin leitarskilyrði voru sett fram við leitina. Greinar sem voru valdar í samantektina fjölluðu um ástæður óráðgerðra þungana, voru birtar á tímabilinu 2011-2018, voru á íslensku eða ensku, voru frá ákveðnum löndum og fjölluðu um konur á barneignaraldri (15-49 ára).
Niðurstöður: Niðurstöðurnar byggja á 10 rannsóknargreinum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Fram kom í niðurstöðum að þeir helstu þættir sem hafa áhrif á líkur kvenna á óráðgerðri þungun voru að þær nota ekki getnaðarvarnir, viðhorf þeirra til þungunar og erfið fjárhags- og félagsleg staða þeirra. Aðrir þættir sem höfðu áhrif voru ofbeldi í nánu sambandi, tegund fyrstu kynmaka og áfengis- og vímuefnanotkun. Það sem hefur hvað mest áhrif á líkur kvenna á að upplifa óráðgerða þungun var notkun þeirra á getnaðarvörnum en um þriðjungur rannsóknanna fjölluðu um það. Einnig hafði viðhorf kvenna til þungunar mikil áhrif en fjórar rannsóknir af tíu fjölluðu um það efni. Allir þessir þættir auka líkur á að konur upplifi óráðgerða þungun en mismikið.
Umræður/ályktanir: Fram kom í niðurstöðum okkar að óráðgerð þungun á sér stað í vestrænum samfélögum sem bjóða upp á greitt aðgengi að getnaðarvörnum. Hjúkrunarfræðingar eru í æskilegri stöðu til að koma til móts við þennan hóp og aðstoða konur á barneignaraldri við val á getnaðarvörnum og veita þeim fræðslu um valda getnaðarvörn svo hún geti notað hana markvisst.
Lykilorð: Óráðgerð þungun, getnaðarvarnir, konur á barneignaraldri
Background: Globally the prevalence of unintended pregnancies is very high and women who experience one unintended pregnancy are more likely to experience repeated unintended pregnancies. It is important to know the factors that increase women‘s chance of experiencing an unintended pregnancy so that they can be helped to prevent it. Purpose: The purpose of this literature review was to explore research studies that could answer our research question: Why do women become pregnant before they choose to do so? Method: For this literature review we searched the PubMed database and the references of other research studies. Certain selection criteria were set for the search. The research articles chosen for the literature review explored reasons for unintended pregnancies, were published between 2011-2018, were in English, were from selected countries and were about women of childbearing age (15-49).
Results: The results are based on ten research articles from the United States and France. The results showed that the main factors that affect women‘s chances of having an unintended pregnancy are that they don‘t use contraceptives, their attitudes towards pregnancy and difficult socioeconomic status. Other factors that affected women were intimate partner violence, the type of first sexual intercourse and the use of alcohol and drugs. The greatest impact on a women‘s chances of experiencing an unintended pregnancy was their use of contraceptives - about a third of the studies covered that topic. Additionally, women‘s attitudes towards pregnancy also had a great impact, four studies out of ten covered that topic. All of these factors increase women‘s chance of experiencing an unintended pregnancy, but to varying degrees.
Conclusions: Our findings showed that unintended pregnancies occur in Western societies that offer easy access to contraceptives. Nurses are in a good position to meet the needs of this group and assist women of childbearing age to choose contraceptives and provide them with information on their selected contraceptive method so that they can use it effectively.
Keywords: Unintended pregnancy, contraceptives, childbearing age
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - ME og TRSS.pdf | 510,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan.jpeg | 147,74 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |