is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3833

Titill: 
 • Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á nálægum hafsvæðum virðist fjöldi marglyttna og marglyttutorfa hafa verið að aukast
  nokkuð undanfarin ár samhliða hlýnun sjávar. Þessir atburður og aukinn skilningur
  manna á mikilvægi marglyttna í samfélögum uppsjávarins hefur orðið tilefni aukinna
  rannsókna á marglyttum á nálægum hafsvæðum. Fyrri rannsóknir á marglyttum hér við
  land fóru fram á árunum milli 1930 og 1940. Því er ljóst að þekking á marglyttum hér
  við land er komin til ára sinna og þörf á nýjum upplýsingum um líffræði og útbreiðslu
  þeirra.
  Sumarið 2007 hófust rannsóknir á líffræði marglyttna við Ísland. Tekin voru sýni
  á fjórum svæðum við landið, þ.e. í Hvalfirði, í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi, í Eyjafirði og í
  Mjóafirði á Austfjörðum. Árið 2008 var síðan Patreksfirði og Tálknafirði bætt við.
  Svifsýni voru tekin með Bongóháfi á nokkrum stöðvum í hverjum firði mánaðarlega frá
  maí til september. Allt hlaupkennt dýrasvif (marglyttur, smáhveljur (hydrozoa) og
  kambhveljur) var greint til tegunda úr sýnum sem tekin voru í Patreksfirði og
  Tálknafirði. Frá hinum svæðunum voru einungis marglyttur greindar. Þvermál allra
  heillegra marglytta var mælt.
  Árið 2008 fundust ellefu tegundir af smáhveljum (Hydrozoa) í Patreksfirði og
  Tálknafirði, ein kambhveljutegund (Ctenophora) og tvær tegundir af marglyttum
  (Scyphozoa) en þessir hópar eru stór hluti þess sem kallað er „hlaupkennt dýrasvif”.
  Tegundafjöldi var mestur í júní (12 tegundir), en Shannon’s H’ fjölbreytileikastuðullinn
  var hæstur snemma í maí (~1.5). Algengasta tegundin reyndist vera Clytia sp.
  Tvær tegundir af marglyttum reyndust algengar, þ.e. bláglytta (Aurelia aurita) og
  brennihvelja (C. capillata). Mun færri marglyttur veiddust árið 2007 en árið 2008, og á
  það sérstaklega við um bláglyttu (A. aurita), sem var mjög algeng á flestum svæðum
  árið 2008, en aðeins fáein eintök fundust árið á undan. Flestar bláglyttur veiddust í
  september árið 2008 í Eyjafirði (~120 einstaklingar/1000 m3). Mest veiddist hinsvegar af
  brennihvelju í maí 2008 í Álftafirði (~17 einstaklingar/1000 m3).
  Árið 2008 var stærðardreifing bláglyttna mismunandi á milli svæða og voru
  bláglyttur á Vestfjörðum (Álftafjörður, Patreksfjörður og Tálknafjörður) minni en
  bláglyttur í Hvalfirði og í Eyjafirði.
  vii
  Útbreiðsla brennihvelju við landið hefur breyst frá þeim tíma þegar
  kerfisbundnar rannsóknir voru síðast gerðar við landið á fjórða og fimmta áratug síðustu
  aldar. Megin útbreiðslusvæði brennihvelju hefur færst norðar og bæði bláglytta og
  brennihvelja taka að birtast fyrr á vorin. Ekki er ljóst hvað veldur þessari breytingu, en
  breytingar í hafinu umhverfis landið tengdar hlýindatímabili sem hefur staðið yfir frá því
  um 1996 eru líklegar til að hafa áhrif á magn og útbreiðslu marglyttna við Ísland. Aðrir
  þættir sem geta einnig haft áhrif á magn og útbreiðslu marglyttna eru m.a. afrán,
  samkeppni og ástand botnlæga dvalarstigs marglyttnanna, þ.e. sepans.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til, að Vestfirðir séu uppeldisstöðvar fyrir
  brennihvelju við landið og að þaðan dreifast ungar hveljur með strandstraumnum og
  hlýsjónum norður og vestur með landinu. Hins vegar er magn af lirfum brennihveljunnar
  að vori ekki góð vísbending um þéttleika fullorðna hvelja að sumarlagi.

Styrktaraðili: 
 • AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi
Samþykkt: 
 • 1.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gms.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna