is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38332

Titill: 
  • Orðræða Þjóðviljans um uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um orðræðu Þjóðviljans um uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956. Í kjölfar hernaðaríhlutunar Sovétríkjanna tók Þjóðviljinn upp beina gagnrýni á þetta forysturíki sósíalista í fyrsta skipti frá stofnun blaðsins. Velt er upp spurningunni af hverju það hafi gerst og hver viðbrögðin hafi verið í kjölfarið. Niðurstaðan er sú að þessi gagnrýni í garð Sovétríkjanna hafi skapað blaðinu meiri trúverðugleika í baráttu sinni fyrir brottför Bandaríkjahers auk þess sem aðrir þættir eins og ríkisstjórnarþáttaka sósíalista hafi vegið þungt. Færð eru rök fyrir því að þrátt fyrir þessi vatnaskil þurfi líka að horfa til annarra þátta í umfjöllun blaðsins þegar mikilvægi gagnrýninnar er metin. Stuðst er við orðræðugreiningu (e. Discourse Analysis) til að rýna ekki aðeins í það sem kom fram í umfjöllun Þjóðviljans heldur einnig hverju var sleppt, horft framhjá og þagað um. Komið er inn á umfjöllun annarra blaða til sömu atburða til samanburðar, sem og nálgun Þjóðviljans á Súesdeiluna og innrásina í Tékkóslóvakíu árið 1968. Greiningin sýnir að Þjóðviljinn hafi staðið í áframhaldandi varnarbaráttu fyrir Sovétríkin og beitt þöggun um Ungverjalandsmálið áratugum saman, en á sama tíma treyst í sessi söguskoðun blaðsins um gagnrýnina árið 1956. Þessi tvíræða afstaða hafi komið í veg fyrir raunverulegt uppgjör eða endurmat á uppreisninni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir Skemmuna002.pdf273.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Orðræða Þjóðviljans um uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956_AA.pdf627.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna