Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38341
Í þessari ritgerð verður einna helst einblínt á stöðu Svölu Hannesdóttur í íslenskri kvikmyndasögu, og stuttmyndina Ágirnd sem hún leikstýrði, en hún var jafnframt fyrsta frásagnarmyndin á Íslandi sem leikstýrt var af konu. Þá snýr meginviðfangsefni ritgerðarinnar að því að Óskar Gíslason hafi hlotið heiðurinn að myndinni í stað Svölu, og rök færð fyrir því að myndin hafi einnig verið hennar höfundarverk. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður sögulegur aðdragandi myndarinnar skoðaður, og myndin sett í samhengi við íslenska kvikmyndasögu. Þar að auki verður farið yfir viðtökur myndarinnar í kjölfar frumsýningar hennar, ásamt því að fjölmiðlaumfjallanir um myndina verða notaðar til að kanna með ítarlegum hætti hver hafi hlotið heiðurinn að henni í gegnum árin. Í öðrum kafla verður vikið að merg málsins, og rök færð fyrir því að Svala Hannesdóttir sé einnig höfundur Ágirndar. Til þess verður tekið mið af frásögnum aðstandenda myndarinnar, sem Viðar Eggertsson tók saman í útvarpsþætti sínum um myndina árið 2006, ásamt því að myndin verður borin saman við önnur höfundarverk Óskars Gíslasonar. Þar að auki verða tvö dómsmál er snúa að myndinni tekin fyrir, í þeim tilgangi að kanna þátt Svölu við gerð myndarinnar, ásamt því að gera grein fyrir lagalegu tilkalli hennar að myndinni. Í síðasta kafla ritgerðarinnar verður staða Svölu sem kona í íslenskri kvikmyndagerð skoðuð til hliðsjónar við stöðu kvenna í iðnaðinum í dag, og gert grein fyrir þeim áhrifum sem kyn hennar kann að hafa haft á framgang mála.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_final.pdf | 421,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 27,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |