is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38344

Titill: 
  • Harry Potter og dulda morðgátan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Gullöld morðgátunnar“ vísar til tímabils á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar þar sem sígilda morðgátan naut óhemjumikilla vinsælda. Morðgátubókmenntir þessar voru einkar formfastar og féllu margar í svipað mót: þversagnarkennd frásögn af því sem í fyrstu virðist vera óleysanlegt morð. Lögreglan er ráðalaus, og kallað er til skarpa spæjarans sem í gegnum athyglisgáfu og rökfestu rannsakar og leysir málið. Persónur á borð við August Dupin, Sherlock Holmes, Hercule Poirot, faðir Brown og þeirra jafningar voru tíðir gestir sveitasetra og smáþorpa þar sem morð virtust tíðari en gengur og gerist. Morðið er sett upp sem gáta sem höfundur leggur fyrir lesendur sína, og spæjarinn með sínu óhemjugóða innsæi og rökhyggju leiðir lesandann í gegnum allar vísbendingar þar til að rétta svarið er gefið í lok bókar.
    Þó að þessi formfesta greinarinnar hefur reglulega verið skotspónn gagnrýnenda sem töldu morðgátuna fyrirsjáanlega, íhaldssama, klisjukennda, eða annars óverðugt bókmenntaform hefur hún lifað góðu lífi. Jafnvel eftir að gullöldinni lauk hafði morðgátan töluverð áhrif á aðrar glæpabókmenntir sem og aðrar bókmenntagreinar sem draga sér innblástur frá glæpabókmenntum. Formföstu einkenni hennar gera fræðimönnum einnig auðvelt að skilgreina helstu einkenni morðgátunnar og greina hvar þau einkenni birtast í öðrum bókmenntum. Meðal þeirra bókmenntaflokka sem drógu talsverðan innblástur frá morðgátunni er Harry Potter bókaflokkur J.K. Rowling. Rowling nýtir í verkum sínum mörg af einkennum morðgátunnar, og má færa rök fyrir því að ef yfirnáttúrulegu töfrarnir og barnslegi sjarminn er klipptur úr bókunum muni eftir standa verk sem á meira að sækja í hefðir gullaldarmorðgátunnar en margra annarra greina. Harry Potter og Leyniklefinn hefur nær öll einkenni sígildu morðgátunnar, frá skarpa spæjaranum, vanhæfni lögreglunnar, aflokaða heimi efri stéttarinnar, og sanngjörnum vísbendingum sem hetjurnar finna eina af annarri þar til að morðinginn er fundinn: hvort sem það sé vísvitandi eða ekki hefur Rowling nýtt sér verkfæri morðgátunnar í að skrifa það sem varð að fyrstu morðgátu margra barna og ungmenna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnus_Magnusson_BA_Lokaritgerð__HarryPotterOgDuldaMorðgátan.pdf372.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma_magnusMagnusson.jpeg210.71 kBLokaðurYfirlýsingJPG