is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38347

Titill: 
  • Utanríkisverslun Íslands og Þriðja ríkisins 1933-1939
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um viðskipti Íslendinga við Þriðja ríkis Hitlers á tímabilinu 1933–1939. Markmiðið er að varpa ljósi á eðli og umfang viðskiptanna og leggja mat á mikilvægi þeirra fyrir íslenska þjóðarbúið, en Þýskaland var orðið næstmikilvægasta viðskiptaland Íslendinga á eftir Bretlandi um miðbik fjórða áratugarins. Fyrir Íslendinga skiptu þessu viðskipti miklu máli, enda þurftu þeir að koma útflutningsframleiðslu sinni í verð eftir lokun Spánarmarkaðarins.
    Það sem stóð þessum viðskiptum þó fyrir þrifum var að þau voru eingöngu í formi vöruskiptaverslunar. Sýnt verður að Íslendingar lentu oft í erfiðleikum vegna greiðslufyrirkomulags verslunarsamninganna, auk þess sem ófyrirsjáanlegar haftaráðstafanir þýsku stjórnarinnar trufluðu viðskiptin. Færð verða rök fyrir því að Þjóðverjar hafi notfært sér sterka stöðu sína í árlegum samningaviðræðum við Íslendinga til að hindra að gjaldeyrisviðskipti yrðu tekin upp. Hins vegar hafi Þjóðverjum mistekist að ná fram pólitískum ívilnunum, eins og flugvallarréttindum, á Íslandi í krafti viðskiptanna þegar leið á 4. áratuginn. Að lokum var það hafnbann Breta, sem sett var á eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst sem batt enda á viðskipti Íslands og Þriðja ríkisins.

Samþykkt: 
  • 11.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð_SveinnFannarSæmundsson.pdf714.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf595.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF